Leiðbeiningar
Náttúrufræðingurinn birtir efni um öll svið náttúrufræða sem skipta má í sjö flokka en almennt er óskað eftir því að greinar séu stuttar og hnitmiðaðar en nánari leiðbeiningar er að finna hér að neðan.
Ritrýndar greinar; (1) Rannsóknagreinar, (2) rannsóknaskýrslu, (3) yfirlitsgreinar um ákveðin svið.
Óritrýndar greinar; (4) greinar um náttúrufræðileg efni, (5) gagnrýni og ritfregnir um náttúrufræðileg málefni, (6) eftirmæli um náttúrufræðinga, (7) aðsendar athugasemdir.
Handrit sendist til ritstjórans, Álfheiðar Ingadóttur, (ritstjori@hin.is), sem hefur aðsetur á Náttúruminjasafni Íslands, Brynjólfsgötu 5, 107 Reykjavík, alla virka daga milli kl. 8:30 og 15.