Líf í fersku vatni

Geldingadalir gas

Í ferskvatni býr urmull skemmtilegra lífvera sem áhugavert er að fræðast um. Sumar eiga heima á botni stöðuvatna og straumvatna og aðrar eru svo litlar að við sjáum þær ekki með berum augum. Við fjöllum um lífsferla þeirra og atferli og hvernig þær tengjast umhverfi sínu og öðrum lífverum. Eldri nemendur fá fræðslu um líffræðilega fjölbreytni og sérstöðu náttúru Íslands.

Markmið heimsóknarinnar

Markmið heimsóknarinnar er að nemendur afli sér upplýsinga um ferskvatnið í náttúru Íslands og öðlist skilning á samspili lífvera í fersku vatni.