Loftslagsbreytingar
Við fjöllum um loftslagsbreytingar með áherslu á jökla, hvernig þeir gefa okkur mikilvægar upplýsingar um þær og áhrifin sem bráðnun þeirra hefur á jörðina. Einnig er tekið fyrir munurinn á veðri og loftslagsbreytingum og hvernig loftslagsbreytingar tengjast veðrinu.
Markmið heimsóknarinnar er að nemendur fræðist um loftslagsbreytingar og hvernig þær hafa áhrif á þróun náttúrunnar á Íslandi en jafnframt hvernig þær hafa áhrif annars staðar í heiminum. Auk þess er markmiðið að kynna jökla Íslands fyrir nemendum með sérstakri áherslu á Vatnajökul og Vatnajökulsþjóðgarð.
![breidamerkurjokull_Helgi_gudmunds Geldingadalir gas](https://nmsi.is/wp-content/uploads/2023/08/breidamerkurjokull_Helgi_gudmunds-1.jpg)
Fyrirkomulag heimsóknar
Tekið er á móti skólahópum við inngang Perlunnar og þeim fylgt upp á 2. hæð þar sem sýning Náttúruminjasafnsins, Vatnið í náttúru Íslands er. Þar er fatahengi og hægt að hengja upp útifatnað. Hópurinn kemur svo saman á nýrri sýningu Vatnajökulsþjóðgarðs, Hvað býr í þjóðgarði? í sérsýningarrými safnsins á sömu hæð. Safnkennarar bjóða hópinn velkominn og fara yfir fyrirkomulag heimsóknarinnar. Safnkennarar tala við nemendur um loftslagsbreytingar og jökla og kynna Vatnajökulsþjóðgarð fyrir nemendum.
Því næst er verkefnablöðum og skriffærum útdeilt. Nemendur leysa verkefni samhliða því að skoða sýninguna og safnkennarar eiga í virku samtali við nemendur meðan þau skoða sýninguna. Þegar verkefnin hafa verið leyst er stoppað við veðurborðið og fjallað um veður og loftslag. Heimsóknin tekur um 50 mínútur.
Með tilliti til stærðar sýningarinnar er æskilegt að ekki séu fleiri en 25 börn í hverjum hópi til þess að þau njóti heimsóknarinnar sem best.
Mikilvægt er að nemendur séu búin að borða nesti áður en þau koma í Perluna eða borði það þegar heim í skólann er komið þar sem það er ekki nestisaðstaða í Perlunni.
Bókanir skólahópa í fræðslu hjá Náttúruminjasafninu fara fram á bókunarsíðu safnsins
Tenging við Aðalnámsskrá
Tenging við námsefni
Óháð aldursstigi
Hörfandi jöklar, Samvinnuverkefni Vatnajöklulsþjóðgarðs, Veðurstofunnar o.fl
Jöklavefsjá, 2022. Samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskólans, Landsvirkjunar, Jöklarannsóknafélags Íslands, Landmælinga Íslands og Náttúrustofu Suðausturlands. Hún birtir mælingar og yfirlit um rannsóknir og breytingar á íslenskum jöklum.
Yngsta stig
Jónella Sigurjónsdóttir og Unnur María Sólmundsdóttir. 2020. Halló heimur 1. Menntamálastofnun.
Miðstig
Halldóra Lind Guðlaugsdóttir, Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir og Thelma Ýr Birgisdóttir. 2021. Náttúrulega. Menntamálastofnun. 4. kafli, Það skiptast á skin og skúrir.
Halldóra Lind Guðlaugsdóttir, Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir og Thelma Ýr Birgisdóttir. 2022. Náttúrulega 2. Menntamálastofnun. 5. kafli, Sjór, vatn og frumefni.
Rannveig Magnúsdóttir. 2023. Náttúran okkar. Menntamálastofnun.
Einar Sveinbjörnsson. 2020. CO2 – Framtíðin í okkar höndum. Menntamálastofnun.
Unglingastig
Brynhildur Bjarnadóttir o.fl. 2023. Sjálfbærni. Menntamálastofnun. 5. kafli, Loftslagsbreytingar.
Susanne Fabricus o.fl. 2011. Maður og náttúra.
Einar Sveinbjörnsson. 2020. CO2 – Framtíðin í okkar höndum. Menntamálastofnun.
![skridjokull_SG](https://nmsi.is/wp-content/uploads/2023/08/skridjokull_SG.jpg)
![vedurbordid](https://nmsi.is/wp-content/uploads/2023/08/vedurbordid.jpg)
![vetur2](https://nmsi.is/wp-content/uploads/2023/08/vetur2-1.jpg)