Spurningar tengdar málþingi um vistkerfisnálgun
Markmið málþingsins er að vekja athygli á hugtakinu vistkerfisnálgun, og hlutverki þess í stefnumörkun matvælaráðuneytisins. Efni málþingsins mun nýtast í aðgerðaáætlunum ráðuneytisins. Því er mikilvægt að sjónarmið sem flestra varðandi efni málþingsins fái að heyrast.
Hér að neðan eru tvær spurningar sem gott væri að fá svör við frá sem flestum:
1. Hver eru sjónarmið þín til vistkerfisnálgunar á auðlindanýtingu lands og sjávar?
2. Hvað þarf til að ná árangri í þessu málaflokki til framtíðar?
Athugið að ekki er krafa um að báðum spurningunum sé svarað.