Hvannadalshnjúkur. Ljósm. Anna Soffía Óskarsdóttir.
Öræfajökull
Snemma í gosinu 1362 féllu mikil gjóskuflóð og gusthlaup. Gjóskuflóð verða þegar gosstrókur fellur og loftborin gosefni (gjóska og gös) hlaupa fram með jörðu í miklu magni. Hlaupin geta náð tugi kílómetra frá upptökum þar sem þau fylgja landslagi. Þau geta náð allt að 500 km hraða á klukkustund og htinn verið allt frá 100°C upp í 800°C.
Gusthlaup er annað form gjóskustrauma en þau geta myndast samhliða gjóskuflóðum eða ein og sér. Gusthlaup eru gasríkari og innihalda minna magn af föstum efnum og því er hegðun þeirra ólík gjóskuflóðum. Þau geta ferðast upp hæðir og hóla en ná ekki eins langt frá upptökum og flóðin. Gusthlaup geta þó náð nokkra kílómetra frá upptökum.
Fjallað er um gosið 1362 í Oddverjaannál sem segir: „Eldsuppkoma í Litla-Héraði og eyddi allt héraðið. Höfðu þar áður verið 70 bæir. Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona og kapall.“ Í þessari heimild kemur skýrt fram hve mikil manntjónið og eyðileggingin var því aðeins tvær lifandi verur lifðu af; gömul kona og hryssa.
Almannavarnir. 2017. Öræfajökull. Sótt 27. ágúst 2020 af https://www.almannavarnir.is/forsidubox/oraefajokull/?fbclid=IwAR3ipOkQy0uP2nSEfZO6a9YmmItjNAVITdtD3wd5uCvpzs5-5FevVMOiKbQ
Ármann Höskuldsson. 2013. Gjóskustraumar. Bls. 144–146 í: Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (ritstj. Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson & Bjarni Bessason). Viðlagatrygging Íslands, Háskólaútgáfan, Reykjavík.
Ármann Höskuldsson. 2019. Öræfajökull. Í: Bergrún A. Óladóttir, Guðrún Larsen & Magnús T. Guðmundsson. Íslensk eldfjallavefsjá. VÍ, HÍ og Avd-RLS. Sótt 25. ágúst 2020 af http://www.islenskeldfjoll.is/?volcano=ORA#
Magnús T. Guðmundsson, Guðrún Larsen, Ármann Höskuldsson & Ágúst Gunnar Gylfason. 2008. Volcanic hazards in Iceland. Jökull 58. 251–268.
Magnús T. Guðmundsson, Þorvaldur Þórðarson, Guðrún Larsen, Páll Einarsson, Ármann Höskuldsson & Páll Imsland. 2013. Undir Vatnajökli. Bls. 263–277 í: Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (ritstj. Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson & Bjarni Bessason). Viðlagatrygging Íslands, Háskólaútgáfan, Reykjavík.
Sigurður Þórarinsson. 1958. The Öræfajökull eruption of 1362. Acta Naturalia Islandica II(2). Sótt 25. ágúst 2020 af http://utgafa.ni.is/Acta-Naturalia-Islandica/Acta-Naturalia-Islandica-II-2.pdf