Snæfellsjökull

Vestast á Snæfellsnesi er Snæfellsjökull, lítill jökull, sem sést þó víða að. Undir ísbreiðunni er eldstöðSnæfellsjökull kom fyrir í frægri sögu Jules Verne, Ferðin að miðju jarðaren í henni er fjallið inngangurinn sem leiðir sögupersónurnar niður í gegnum jörðina og upp um ítalska eldfjallið StromboliÍ Bárðar sögu Snæfellsáss segir frá hollvættinum Bárði sem er af ætt bergbúa. Í enda sögunnar gengur Bárður í jökulinn og gerist verndarvættur fólksins í héraðinu.

Minnisvarði um Bárð Snæfellsás er staðsettur á Arnarstapa á Snæfellsnesi.

Eldstöðvarkerfi Snæfellsjökuls er 30 km langt og 20 km breitt. Megineldstöðin er í laginu eins og dæmigerð eldkeila og hefur byggst upp af hraunum og móbergi. Hún rís hæst 1.446 m yfir sjávarmál og er 15–20 km í þvermál. Í toppnum er 2,5 km víður gígur eða askja sem jökullinn hylur.  

Snæfellsjökull er merktur með rauðum punkti á kortið.

Snæfellsjökull. Jökulhettan, lituð ljósblá, sést vel úr lofti. (Gervitunglamynd frá NASA og USGS). 

Rauðbrystingahópur í Eyrarbakkafjöru.

Austurhlið Snæfellsjökuls er sú sem flestir þekkja enda er hún sýnileg frá höfuðborgarsvæðinu á heiðskírum dögum. LjósmHugi Ólafsson 

Snæfellsjökull í góðu skyggni á júlíkvöldi. Ljósm. Hugi Ólafsson 

Elsta bergið í eldstöðvarkerfi Snæfellsjökuls er yfir 800.000 ára gamalt og er eldfjallið sjálft talið um 700.000–800.000 ára gamalt. Engin eldgos hafa átt sér stað í eldstöðvarkerfinu eftir landnám, en á nútíma (síðustu ~10.000 ár) hafa orðið 20–25 gosþar af um 20 flæðigos. Síðast gaus í Snæfellsjökli fyrir 1750 árum en þar áður fyrir tæpum 4 þúsund árum.  

 

Eins og aðrir jöklar á Íslandi hefur Snæfellsjökull hopað með hlýnandi loftslagi og nær flatarmál hans nú ekki 10 km2. Mest var útbreiðsla jökulsins á sögulegum tíma á litlu ísöld (1300–1900), en þá var jökullinn um 22 km2 að flatarmáli. Núna er jökullinn að jafnaði aðeins um 30 m þykkur og er talið að hann verði að mestu horfinn um árið 2050 ef svo heldur fram sem horfir. 

 

Eldgosið sem varð í Snæfellsjökli fyrir um 1750 árum síðan er stærsta gosið á nútíma. Gosið hófst sem sprengigos og spúði fjallið súrri ösku og vikri. Líklegt er að sprengivirknin hafi aðeins varað í nokkrar klukkustundir en í kjölfarið breyttist eldvirknin í flæðigos þar sem hraun rann frá fjallinu. Umfang og framvinda eldgosa í eldstöðinni er hins vegar ekki nægilega vel þekkt, þar sem einungis þrjú gjóskulög frá Snæfellsjökli hafa fundist og verið kortlögð. 

 

 

Þó svo að Snæfellsjökull hafi ekki gosið á sögulegum tíma útilokar það ekki eldgos í framtíðinni. Eldstöðin í jöklinum er talin virk, en skilgreiningin á virku eldfjalli er eldfjall sem hefur gosið að minnsta kosti einu sinni á síðustu 10.000 árum. Ómögulegt er að segja til um hvenær eldgos verður næst í fjallinu, en með vöktun er hægt að mæla tiltekna fyrirboða sem algengt er að eldfjöll gefi frá sér, m.a. aukna skjálftavirkni í eldstöðinni og þenslu í fjallinu af völdum kvikuhreyfinga. Í nágrenni við Snæfellsjökul er byggð sem gæti verið í hættu ef virkni eykst á svæðinu. Einnig gætu jökulhlaup valdið flóðbylgju tsunami sem gæti jafnvel haft áhrif þvert yfir Faxaflóa á höfuðborgarsvæðið.

Sunnan við Snæfellsjökul má sjá víðáttumikil hraun sem eiga uppruna sinn í eldstöðinni. LjósmHugi Ólafsson 

Sól slær silfri á voga, / sjáðu jökulinn loga. LjósmHugi Ólafsson

Ítarefni

Evans, D.J.A., Ewertowski, M., Orton, C., Harris, C. & Snævarr Guðmundsson. 2016. Snæfellsjökull volcano-centered ice cap landsystem, West Iceland. Journal of Maps 12(5). 1128–1137. DOI: 10.1080/17445647.2015.1135301.

Haukur Jóhannesson. 2019. Snæfellsjökull. Í: Bergrún A. Óladóttir, Guðrún Larsen & Magnús T. Guðmundsson. Íslensk eldfjallavefsjá. VÍ, HÍ og Avd-RLS. Sótt 25.5.2020 af http://www.islenskeldfjoll.is/?volcano=SNJ#.

Haukur Jóhannesson. 2013. Snæfellsnes. Bls. 367–377 í: Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (ritstj. Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson & Bjarni Bessason). Viðlagatrygging Íslands, Háskólaútgáfan, Reykjavík.

Haukur Jóhannesson, Flores, R.M. & Jón Jónsson. 1981. A short account of the Holocene tephrochronology of the Snæfellsjökull central volcano, Western Iceland. Jökull 31. 23–30. Sótt 25.5.2020 af https://timarit.is/page/6576740#page/n23/mode/2up.

Sigurður Steinþórsson. 1968. Tvær nýjar C14-aldursákvarðanir á öskulögum úr Snæfellsjökli. Náttúrufræðingurinn 37. 236–238. Sótt 25.5.2020 af https://timarit.is/page/4269706#page/n123/mode/2up.

Snerpa. 1994. Bárðar saga Snæfellsáss. Sótt 2.6.2020 af https://www.snerpa.is/net/isl/b-snae.htm.

Veðurstofa Íslands. 2019. Vetrarafkoma á Snæfellsjökli mæld í fyrsta sinn. Sótt 25.5.2020 af https://www.vedur.is/um-vi/frettir/vetrarafkoma-a-snaefellsjokli-maeld-i-fyrsta-sinn.