Rauðbrystingur á Barðaströnd

Bjargdúfa og húsadúfa (Columba livia)


Bjargdúfa er gráblá, með gljáandi grænar og purpuralitar hálshliðar. Hún er með hvítan yfirgump, dökka rák á jaðri stéls og tvær svartar vængrákir. Ungfugl er brúnni, án gljáa á hálshliðum. Dökkar bjargdúfur eru líka til. Húsdúfan (C.l. domestica) er afkomandi bjargdúfunnar. Hún er til í mörgum litum, t.d. hvít, alsvört og brún, og til eru ýmis ræktuð afbrigði.

Goggur bjargdúfu er dökkur með hvíta vaxhúð, augu rauð og ljós hringur um augu. Goggur, vaxhúð og augnhringur eru stærri á húsdúfum en villtum dúfum.

Fullorðinn rauðbrystingur í vorbúningi á Patreksfirði.

Bjargdúfa á Djúpavogi.

Ungur rauðbrystingur í Eyrarbakkafjöru.

Húsdúfa við Reykjavíkurtjörn.

.

Fljúgandi bjargdúfur á Djúpavogi.

.

Bjargdúfur svífa oft með vængina uppsveigða. Þær eru félagslyndar, halda hópinn árið um kring og verpa yfirleitt í byggðum. Hljóðin sem þær gefa frá sér er malandi kurr.

Rauðbrystingahópur í Eyrarbakkafjöru.

Bjargdúfuhópur í Mýrdal.

Rauðbrystingahópur í Eyrarbakkafjöru.

Bjargdúfur á Norðfirði að vetri.

Lífshættir

Aðallega frææta, fer gjarnan í kornakra, en tekur einnig arfafræ, sprota, ber og smáskordýr á jörðu niðri. Koma einnig í fóður, þar sem fuglum er gefið kornmeti.

Bjargdúfa verpur í klettaskútum og syllum. Húsdúfa lifir í bæjum og þéttbýli og verpur á húsum. Hreiðrið er grófgert, úr sprekum og gróðri. Eggin eru tvö, álegan tekur 16–19 daga og eru ungarnir 5 vikur í hreiðrinu.

 

 

Útbreiðsla, stofnstærð og uppruni

Dúfur sem bera öll einkenni bjargdúfna hafa orpið í klettum á nokkrum stöðum á Austurlandi, frá Berufirði norður í Norðfjörð um nokkurra áratuga skeið. Á undanförnum árum hefur útbreiðsla þeirra færst suður til Hornafjarðar og til vesturs á sunnanverðu landinu og nær hún nú alla leið í Mýrdal, undir Eyjafjöll, til Vestmannaeyja og í Ölfus. Þessi útbreiðsluaukning er talin fylgja aukinni kornrækt. Uppruni þessara dúfna er óviss, þær gætu verið afkomendur húsdúfna sem hafa lagst út og/eða bjargdúfna sem hafa flækst hingað, en þær verpa m.a. í Færeyjum og á Skotlandi. Húsdúfa verpur á helstu þéttbýlisstöðum landsins og dreift á sveitabæjum. Töluvert hefur verið herjað á hana á síðustu árum og hefur henni fækkað mikið í Reykjavík. Bjargdúfan er alfriðuð.

Þjóðtrú og sagnir

Hér hefur ekki skapast þjóðtrú í kringum svo nýjan landnema, en erlendis er margt um hana í þjóðtrúnni.

Skyldar tegundur

Tvær dúfnategundir hafa reynt hér landnám og er líklegt að allavega önnur þeirra sé komin til að vera. Það er hringdúfa (Columba palumbus), stóra frænka bjargdúfunnar. Hún er skógarfugl, sem flækist hingað aðallega snemmsumars. Hringdúfur hafa orpið í skógarlundum víða um land og eru líklega á jaðri landnáms, þær njóta góðs af kornræktinni eins og bjargdúfur.

Önnur dúfa, minni og ljósari, er tyrkjadúfa (Streptopelia decaocto). Hún er skógarfugl sem upprunnin er í Asíu, en hefur breiðst norðvestur um Evrópu á síðustu áratugum og er staðfugl í heimkynnum sínum. Hún sást fyrst hérlendis 1971 og hefur sést alloft síðan og orpið nokkrum sinnum Tyrkjadúfan sést á öllum árstímum, mest á Innnesjum og um miðbik Austurlands.

Rauðbrystingahópur í Eyrarbakkafjöru.

Hringdúfa í Rutland Water Nature Reserve, Englandi.

Hópur rauðbrystinga í Flóa.

Tyrkjadúfa í Viðarlundinum í Þórshöfn.

Myndir og texti eftir Jóhann Óla Hilmarsson