Brjóstagras
![](https://nmsi.is/wp-content/uploads/2020/08/Brjóstagras_góð_upplausn.jpg)
Vissir þú að brjóstagras er ekki gras heldur blómplanta af sóleyjarætt. Margir taka ekki eftir brjóstagrasi vegna þess hve smávaxið það er, en tegundin er algeng um allt land, jafnt á láglendi sem hálendi. Eins og nafnið bendir til var brjóstagras notað til lækninga og var einkum talið gott við brjóstameinum kvenna og júgurbólgu í búfé.
(Mynd Hörður Kristinsson.)