Engjamunablóm

Vissir þú að engjamunablóm er innflutt garðplanta sem náð hefur fótfestu í íslenskri náttúru? Hún vex í rökum jarðvegi meðfram skurðum og lækjum, einnig í mýrlendi. Engjamunablóm líkist gleym-mér-ei, en er hávaxnara, blómin stærri og stönglarnir ekki eins hærðir svo plantan festist síður við föt líkt og gleym-mér-ei.