Flórgoði

Flórgoði er eini goðinn sem verpir á Íslandi. Hann býr ungum sínum hreiður sem flýtur á vatni, svokallað flothreiður. Gamalt heiti flórgoða er sefönd, áður fyrr hélt fólk að hann væri önd.