Gosberg

Gosberg er samheiti yfir allt berg sem myndast í eldgosum. Það er gjarnan flokkað eftir efnasamsetningu og þá fyrst og fremst litið til kísilsmagns (SiO2). Kísilhlutfall í íslensku bergi er á bilinu 45–75% af þunga bergsins, og er flokkað sem basískt (4552% kísill), ísúrt (5263% kísill) og súrt (yfir 63% kísill). Einnig er gosberg flokkað eftir hlutfalli annarra efna og steindasamsetningu. Mismunandi berg kemur upp í ólíkum eldstöðvumen þó getur berg verið breytilegt í sömu eldstöðinni. Þannig breytist til dæmis kvika, sem staldrar við í kvikuhólfum á leið sinni til yfirborðs, verður kísilríkari og súrari og er þá sagt að hún þróist. 

Kísilmagnið hefur mikil áhrif á eiginleika kvikunnar. Kísill myndar kísilgrindur sem tengjast saman og því verður kvikan seigari eftir því sem hlutfall kísils er meira, auk þess sem kísilrík kvika er yfirleitt kaldari en kísilsnauð kvika 

Ljósmynd Þóra Björg Andrésdóttir.