Haustlægðir og flækingsfuglar

Haustlægðir sem ganga yfir landið bera stundum með sér flækingsfugla, ýmist frá N-Ameríku eða Evrópu og Síberíu, allt eftir því hvernig vindar blása. Þetta eru nær eingöngu fuglar sem hrakist hafa af farleið sinni milli sumar- og vetrarstöðva. 

Með lægðinni sem gekk yfir landið nú um helgina bárust fléttuskríkja (fyrri myndin) og græningi (seinni myndin), en heimkynni þessara spörfugla eru í N-Ameríku. 

Þessi árstími er gósentíð fuglaskoðara. Þeir fylgjast grannt með veðurspám og rjúka til í leit að flækingsfuglum um leið og lægð er gengin yfir landiðMyndataka er snar þáttur í þessu áhugamáli. Helstu svæðin sem leitað er á eru Suðurnes, undir Eyjafjöllum, Vestmannaeyjar, Suðursveit, Hornafjörður og allt norður í Stöðvarfjörð. 

 

 

Fléttuskríkja. Ljósm. Þorfinnur Sigurgeirsson.

Græningi. Ljósm. Þorfinnur Sigurgeirsson.