Holufyllingar

Í ungum hraunum má sjá mikið af bæði sprungum og blöðrum. Úrkoma sem fellur á gropin hraunin seytlar því auðveldlega í gegnum þau niður í grunnvatnið. Með tímanum grafast ung hraun undir enn yngri hraun. Þannig færast þau eldi sífellt niður á meira dýpi þar sem jarðhitavatn streymir um þau. Jarðhitavatnið leysir úr berginu ýmis efnasambönd sem falla svo aftur út í holrýmum bergsins sem kristallar. Slíkir kristallar nefnast holu- og sprungufyllingar og vaxa oft á afar löngum tíma, jafnvel tug- eða hundruðum þúsunda ára. Gerð holufyllinga ræðst af magni og gerð uppleystra efna sem og myndunaraðstæðum, einkum hita og þrýstingi.