Hornsíli

Vissir þú að hornsíli eru algengustu fiskar í fersku vatni á Íslandi? Þau er nær alls staðar að finna, í tjörnum, ám en líka í sjó. Hornsílin eru aðeins 4–6 sm löng. Bak- og kviðuggar hafa umbreyst í gadda og í stað hreisturs eru hornsíli með brynplötur til varnar. Hornsíli hrygna á vorin og fram á sumar. Þá breyta hængarnir um lit og verða skærrauðir á kviði. Þeir helga sér óðul og gera sér kúlulaga hreiður sem er opið í báða enda. Hængurinn lokkar til sín hrygnur sem hrygna í hreiðrið, hann sprautar sæði yfir eggin og frjógvar þau. Hrygnan kemur ekki nálægt umönnun hrogna eða seiða en hængurinn ver hreiðrið og reynir að laða þangað fleiri hrygnur 

This site is protected by wp-copyrightpro.com