Hreindýr (Rangifer tarandus)


Vissir þú að við lok síðustu ísaldar voru hreindýr útbreidd um alla Evrópu en fluttu sig smám saman nær norðurskautinu eftir því sem jökullinn hopaði? Hreindýr eru einstaklega vel aðlöguð að kulda og frosti og þola vel frost niður í -40°C. Skýringarinnar er að leita í feldi dýranna sem er þrefalt þéttari en feldur annarra hjartardýra. Hárin eru tvenns konar; utar eru lengri þekjuhár en styttri þelhár nær húðinni. Þelhárin eru loftfyllt að hluta en það eykur einangrun og veitir gott flot á sundi.  

Ljósmyndir Gaukur Hjartarson.