Hrossagaukurinn helgar sér svæði, svokallað óðal, í kringum hreiður sitt. Hann ver óðalið með sérstöku hringflugi og hneggi sem myndast þegar hann steypir sér í loftköstum niður á flugi. Með hröðum stuttum vængjatökum klýfur hann loftstrauminn og leikur á útglenntar stélfjaðrirnar eins og hljóðfæri. Um þessar mundir má heyra þessi skemmtilegu hnegg hrossagauks.