Hrútaber

Vissir þú að hrútaber eru af rósaætt? Blómin eru hvít en berin fallega rauð. Hrútaber vaxa á láglendi á Íslandi og myndar plantan oft langar jarðlægar renglur sem kallaðar hafa verið skollareipi eða tröllareipi. Berin eru gómsæt í hlaup og passa vel með villibráð.