Kantarella

Vissir þú að kantarella vex í þyrpingum í skógarrjóðrum innan um birki og lynggróður? Kantarella er eftirsóttur matsveppur víða um heim en hann er ekki algengur hér á landi. Kantarella er rifsveppur sem þekkist á því að neðan á hattinum eru rif eða ávalir hryggir en ekki eiginlegar fanir.