Krækilyng

Vissir þú að krækilyng er mjög algengt um allt land? Krækilyng er einnig kallað krækiberjalyng en gamalt heiti yfir tegundina er lúsalyng, talið var að lyngið gæti eytt lúsum væri það sett undir sængur. Lengi hefur tíðkast að nýta berin í saft, sultur og til víngerðar. Lyngið var hér áður fyrr notað til litunar.