Fáir vita að á Íslandi eru stærstu lindasvæði heims og líklega hafa fáar þjóðir jafn greiðan aðgang að svo miklu og heilnæmu ferskvatni og Íslendingar. Hér vellur fram ferskt og kalt vatn og þar sem heitt berg hitar upp grunnvatnið spretta fram laugar og hverir.