Ljósfæri fiska

 

 

Vissir þú að lirfur flatfiska eru sviflægar og með augun sitt á hvorri hlið eins og hjá öðrum beinfiskum? Við lok lirfustigs fer af stað myndbreyting hjá lirfunni. Annað augað færist yfir á gagnstæða hlið (augnhlið) og um leið skekkist kjafturinn og bein hauskúpunnar sem verða ósamhverf. Magi og görn vindast til. Flatfiskar eru botnfiskar sem liggja og synda á blindu hliðinni, en stærri flatfiskategundir eins og lúða, grálúða og sandhverfa leita upp í sjó og verða fiskætur þegar þær stækka. Augnhliðin er dökk og liturinn gjarnan breytilegur eftir botnlagi og lit botns en blinda hliðin er ljós eða alveg hvít.  

 

©Jón Baldur Hlíðberg, fauna.is