Móberg

Vissir þú​ að á Íslandi hefur móberg aðallega myndast við eldgos undir jökli, en við þær aðstæður kemst vatn að allt að 1200°C heitri kvikunni og tætir hana. Þá myndast hrúga af vatnsblandaðri lausri ösku sem límist saman og ummyndast fljótlega í móberg við 80-150°C. Mikið af móberginu sem finnst á yfirborði á Íslandi myndaðist á síðasta jökulskeiði og er því fremur algengt hér á landi, en sjaldgæft annars staðar.