Sífreri

Vissir þú að sífreri (e. permafrost) myndast þar sem frost helst allan ársins hring í yfirborðslagi jarðar, hvort sem það er í jarðvegi, setlögum eða bergiSífreri getur verið allt frá nokkrum cm upp í hundruð metra á þykkt. Á sumrin þiðnar landið ofan frá og er sá hluti kallaður virka lagið. 

Sífreri finnst einkum á heimskauta- og háfjallasvæðum jarðar. Útbreiðsla hans er háð veðurfari en sífrerinn hörfar hratt þegar loftslag hlýnar, líkt og nú er. Við þ verða miklar breytingar í yfirborðslögum jarðarinnar. Fjallshlíðar verða óstöðugar og líkur á skriðuföllum eykst en önnur afleiðing er að við bráðnunina losnar úr sífrerarnum gróðurhúsalofttegundir svo sem koldíoxíð (CO2) og metangas (CH4).  

Fyrri myndin sýnir þversnið í Orravatnsrústir, norðaustan Hofsjökuls. Á myndinni sést vel ískjarni rústarinnar og virka lagið ofan á

Á seinni myndinni er horft yfir norðurhluta Orravatnsrústa á Hofsafrétti, norðan Hofsjökuls. Undir hverri rúst er sífreri

 

Myndin sýnir þversnið í Orravatnsrústir, norðaustan Hofsjökuls. Þarna sést vel ískjarni rústarinnar og virka lagið ofan á

Ljósm. Þórdís Bragadóttir. 

Hér er horft yfir norðurhluta Orravatnsrústa á Hofsafrétti, norðan Hofsjökuls. Undir hverri rúst er sífreri

Ljósm. Þorsteinn Sæmundsson.