Rannsóknaverkefni

FishFAR

Náttúruminjasafnið tekur þátt í samstarfsverkefni með Háskólanum á Hólum, Tjóðsavninu í Færeyjum og Háskólanum í Kaupmannahöfn. Verkefnið heitir FishFAR og gengur út á kanna áhrif loftslagsbreytinga á samfélög og vistfræði ferskvatnsfiska í litlum vötnum en sömu vötn voru heimsótt árið 2000 í verkefni sem kallast NORLAKE. Ásamt því að skoða tegundasamsetningu fiska þá verður einnig gerð athugun á umhverfisbreytum, svifdýrasamfélögum og botndýrasamfélögum vatnanna. Með því að bera saman niðurstöður úr þessum tveimur verkefnum má sjá breytingar síðustu 20 ára.

Verkefninu er stýrt af Camille Leblanc, dósent við Háskólann á Hólum og Dr. Agnesi-Katharinu Kreiling við Tjóðsavnið í Færeyjum.

Aðrir þátttakendur í verkefninu eru prófessor Bjarni K. Kristjánsson (Háskólinn á Hólum), Kári Heiðar Árnason (Háskólinn á Hólum), prófessor Kirsten S. Christoffersen (Háskólinn í Kaupmannahöfn), Leivur Janus Hansen (Tjóðsavnið), Dr. Hilmar J. Malmquist (Náttúruminjasafn Íslands) og Dr. Ragnhildur Guðmundsdóttir (Náttúruminjasafn Íslands).

Færeyska sjónvarpið fjallaði um rannsóknina og má sjá fréttina hér: https://kvf.fo/netvarp/sv/2022/08/09/granskingarferd-i-foroyskum-votnum.

Hægt er að fræðast frekar um verkefnið á síðu þess hjá Tjóðsavninu í Færeyjum: https://www.tjodsavnid.fo/landdjoradeild/fishfar og inná síðu Háskólans á Hólum: https://www.holaraquatic.is/fishfar.html

Verkefnið er styrkt af Færeyska rannsóknarsjóðnum, Granskingarráðið https://www.gransking.fo/.

Tengiliður: Ragnhildur Guðmundsdóttir ragnhildur.gudmundsdottir@nmsi.is.

 

 

BIODICE

BIODICE er samstarfsvettvangur stofnana, einstaklinga og fyrirtækja sem hafa það að markmiði að auka skilning og þekkingu á mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni. Markmið BIODICE er að stuðla að rannsóknum og þekkingarmiðlun  sem og innviðauppbyggingu er varða líffræðilega fjölbreytni. Dagleg umsjón BIODICE er hjá Náttúruminjasafni Íslands og hægt er að fræðast meira um samstarfsvettvanginn hér: https://biodice.is/.

Tengiliðir: Skúli Skúlason skuli@holar.is og Rannveig Magnúsdóttir rannveig.magnusdottir@nmsi.is