Rostungur_gamalt
Sýning um rostunga í Dropanum, sérsýningarrými Náttúruminjasafnsins í Perlunni.
Nýleg rannsókn, sem Náttúruminjasafn Íslands átti frumkvæði að og vann með fleiri vísindastofnunum, varpar alveg nýju ljósi á tilvist rostunga til forna við Ísland. Rannsóknin staðfestir að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn í árþúsundir sem varð útdauður á tímabilinu 800–1200 e.Kr.
Á sýningunni er þessum merkilegu niðurstöðum gerð skil og fléttað saman við umfjöllun um líffræði rostunga almennt og útbreiðslu í dag, sem og við nytjar af rostungum til forna og hugsanlegum þætti þeirra í landnáminu.