Rauðbrystingur á Barðaströnd

Sjónarhorn í Safnahúsi

Grunnsýning á íslenskri list og sjónrænum menningararfi var opnuð í Safnahúsinu við Hverfisgötu laugardaginn 18. apríl 2015. Að sýningunni standa sex ríkissöfn landsins; Þjóðminjasafn Íslands, sem er rekstraraðili hússins, Listasafn Íslands, Náttúruminjasafn Íslands, Þjóðskjalasafn Íslands, Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Heiti sýningarinnar er Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim.