Brak og brestir
Viðburður: Brak og brestir með Þykjó
Dagsetning: Sunnudagur 3. nóvember 2024
Staðsetning: Perlan, 2. hæð
Tími: kl. 14 – 16
Komdu og fáðu þér sneið af þjóðgarði – þú ræður hvað þú setur á þinn landskika!
Viltu gera hrjóstrugt hraun úr piparkornum, jökulbreiður úr krumpuðum silkipappír eða jarðhitasvæði úr túrmerik kryddi og kork?
Á Spennandi sunnudegi 3. nóvember milli kl. 14 og 16 verður smiðja með ÞYKJÓ á sýningu Náttúruminjasafnsins, Vatnið í náttúru Íslands á 2. hæð Perlunnar.
Við skoðum náttúruna með augunum, höndunum og eyrunum. Við könnum fjölbreyttar áferðir og hljóð eins og mjúkan mosa, marrandi ís og fyssandi árfarvegi. Gestir þjálfast í að hugsa í skala og gera sitt eigið líkan af landsvæði innblásið af Vatnajökulsþjóðgarði.
Öll velkomin!
Aðgangur er ókeypis.
ÞYKJÓ er þverfaglegt teymi hönnuða sem vinna fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sviði upplifunarhönnunar, innsetninga og vöruhönnunar. Hönnunarstarf þeirra miðar að því að örva ímyndunarafl og sköpunarkraft barna í samstarfi við mennta- og menningarstofnanir. Á meðal nýlegra verkefna er innsetningin Hljóðhimnar í Hörpu, húsgagnalínurnar Kyrrðarrými og Hreiður og þátttökuverkefnið Gullplatan: Sendum tónlist út í geim! ÞYKJÓ hefur verið tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands í tvígang, árið 2021 og 2022 og hlaut nýverið tilnefningu til alþjóðlegu YAM verðlaunanna.
Hvað býr í þjóðgarði? Er sérsýning sem túlkar Vatnajökulsþjóðgarði sem heild og þá náttúru, landslag og sögu sem hann hefur að geyma. Hugmyndin er að gefa gestum innsýn inn í þann ævintýraheim og innblástur sem landslag þjóðgarðsins býður upp á.
Náttúruminjasafn Íslands stendur fyrir fjölbreyttum fjölskylduviðburðum fyrsta sunnudag hvers mánaðar, kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur til að skemmta sér og tengjast náttúrunni á skemmtilegan hátt.