Fiskar og vísindi

Geldingadalir gas

Viðburður: Fiskar og vísindi með IceFish Research

Dagsetning: Sunnudagur 1. september

Staðsetning: Perlan, 2. hæð

Tími: kl. 14 – 16

Á Spennandi sunnudegi 1. september milli kl 14 og 16 gefst gestum tækifæri til að kynnast fiskum nánar og hvað þeir geta kennt okkur um náttúruna á sýningu Náttúruminjasafnsins, Vatnið í náttúru Íslands á 2. hæð Perlunnar.

Fiskar eru mikilvægur hluti af náttúru Íslands; þeir finnast bæði í ferskvatni og sjó en þeir eru einnig mikilvægir menningu okkar og efnahag. Á þessum viðburði gefst gestum tækifæri til að spyrja ungt vísindafólk um rannsóknir þess sem tengjast fiskum, skoða hornsíli og fiskabein, læra um hvernig fiskum er fylgt eftir í vatni og hvað það kennir okkur um líffræði þeirra. Einnig verður hægt að föndra fiska og taka með heim.

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við hópinn Ice Fish Research sem samanstendur af ungu vísindafólki sem stundar fiskarannsóknir á Íslandi. Hér er hægt að fræðast nánar um hópinn: https://www.icefishresearch.com/

Öll velkomin!

Aðgangur er ókeypis

 

Náttúruminjasafn Íslands stendur fyrir fjölbreyttum fjölskylduviðburðum fyrsta sunnudag hvers mánaðar, kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur til að skemmta sér og tengjast náttúrunni á skemmtilegan hátt.

_____

Fish are an important part of Iceland’s economy, culture, and biodiversity. They can be found all over in lakes, rivers and the ocean. At this event, you will have the opportunity to ask any fish related question you have to fish scientists. As well as meet a stickleback, see some cool fish bones, learn how we follow fish within its waters, and more!