Eldur, ís og mjúkur mosi

Geldingadalir gas

Viðburður: Sýningin Eldur, ís og mjúkur mosi á Barnamenningarhátíð

Dagsetning: 23. – 28. apríl

Staðsetning: Perlan, 2. hæð

Verkefnið Eldur, ís og mjúkur mosi unnu Vatnajökulsþjóðgarður og Náttúruminjasafn Íslands í samstarfi við átta grunn- og leikskóla í nágrenni við þjóðgarðinn ásamt einum á höfuðborgarsvæðinu og breiðum hóp listafólks og hönnuða í heimabyggð skólanna. Markmið verkefnisins var að skapa tengingar milli barna og náttúru Vatnajökulsþjóðgarðs sem er verndaður sem sameign þjóðarinnar og þau ýmist búa í nálægð við eða þekkja til. Börnin unnu því fjölbreytt verkefni þar sem þau sögðu frá honum og túlkuðu náttúru, verndargildi og sögu í gegnum list og skapandi ferli.

Afraksturinn má sjá á sýningunni Eldur, ís og mjúkur mosi á 2. hæð Perlunnar