Opnað hefur verið fyrir bókanir á sýninguna Vatnið í náttúru Íslands fyrir skólaárið 2024-25. Hlökkum til að taka á móti ykkur!

 

 

Markmið safnfræðslu Náttúruminjasafns Íslands er að styðja við náttúrufræðikennslu á öllum skólastigum á skapandi og hvetjandi hátt og kynna fyrir nemendum spennandi heim náttúruvísindanna. Jafnframt er lögð áhersla á að vekja nemendur til umhugsunar um umhverfi sitt og órjúfanleg tengsl mannsins og náttúrunnar.

Tekið er á móti skólahópum á sýningu safnsins, Vatnið í náttúru Íslands á 2. hæð Perlunnar alla virka daga. Sýningin er nútímaleg og fjölbreytt og býður upp á margvísleg viðfangsefni í náttúrufræðum. Fræðsla er ókeypis fyrir skólahópa, aðlöguð að hverju skólastigi og tekur mið af aðalnámskrá.

Bókið heimsóknir hér

 

BÓKANIR

Fræðsluleiðir - Grunnskólar

Fræðsluleiðir - Önnur skólastig

Aðgengi

Sýningin Vatnið í náttúru Íslands er staðsett á 2. hæð Perlunnar. Gengið er inn um hringhurð og síðan er gengið upp stiga á 2. hæð en í húsinu er einnig lyfta sem hægt er að nota.

Perlan er staðsett í Öskjuhlíðinni og eftirfarandi strætóleiðir stoppa í nágreninu:

  • Leið 18 stoppar á Bústaðavegi
  • Leið 13 stoppar við Litluhlíð
  • Leiðir 5 og 8 stoppa á Nauthólsvegi.
  • Leiðir 1, 4 og 55 stoppa við Kringlumýrarbraut

Hér er hlekkur á heimasíðu Strætó þar sem hægt er að skipuleggja ferðalagið.