Út er komið 1.– 2. hefti Náttúrufræðingsins, 93. árgangs. Í heftinu er m.a. sagt frá landnámi plantna og framvindu í Surtsey síðustu 60 árin, sögu veggjalúsarinnar á Íslandi, bókinni Hvenær kemur sá stóri? Að spá fyrir um jarðskjálfta eftir Ragnar Stefánsson og nýjum rannsóknarniðurstöðum um íslenska melrakkann.
Í blaðinu er einnig ljósmynda- og ljóðasería um Surtsey en í henni eru m.a. myndir frá upphafi Surtseyjargossins eftir Sigurð Þórarinsson og Ævar Jóhannesson.
Forsíðuna prýðir mynd af Surtsey sem tekin var af Sigurði Þórarinssyni í lok nóvember 1963.
Heftið er 86 bls. Útgefendur eru Hið íslenska náttúrufræðifélag og Náttúruminjasafn Íslands. Ritstjóri er Margrét Rósa Jochumsdóttir, margret@nmsi.is