Líffræðiráðstefnan 2017 verður haldin 26.–28. október í Öskju og Íslenskri Erfðagreiningu. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár og spannar hin margvíslegu svið líffræðinnar.
Dagskráin er í senn yfirgripsmikil og fjölbreytt. Jón Atli Benediktsson rektor HÍ setur ráðstefnuna kl. 16 fimmtudaginn 26. október en þá flytja þeir Jean-Philippe Bellenger og Arnþór Garðarsson erindi en morguninn eftir hefjast málstofur í hinum ýmsu kimum líffræðinnar.
Náttúruverðmæti – nýjar aðferðir og sýn við mat á verðmætagildi
Föstudaginn 28. október, kl. 13:30 til 14:45, verður haldin málstofa um Náttúruverðmæti í Öskju, stofu 130. Þar munu samstarfsaðilar Náttúruminjasafnsins flytja erindi og fjalla um nýjar aðferðir og sýn við mat á verðmætagildi náttúrunnar og er viðfangsefnið unnið í tengslum við áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Flutt verða þrjú erindi: Gísli Már Gíslason líffræðiprófessir við Háskóla Íslands flytur erindi kl. 13:30 sem hann nefnir Mat á áhrifum vatnsaflsvirkjana á vistkerfi vatnalífvera, dr. Þorleifur Eiríksson líffræðingur hjá Rorum ehf. flytur erindi kl. 13:45 sem hann nefnir Samþætt mat á náttúruverðmætum landssvæða við fallvötn, og Skúli Skúlason líffræðiprófessor við Háskólann á Hólum flytur erindi kl. 14:00 sem hann nefnir Hvernig á að meta verðmæti náttúrunnar? Reynsla frá áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Hér má sjá dagskrána í heild. Á þessum tengli er að finna upplýsingar um erindin, efni þeirra, flytjendur, stað og stund.