Náttúruskraut á aðventunni

Náttúruskraut á aðventunni

Náttúruskraut á aðventunni

Geldingadalir gas

Viðburður: Náttúruskraut á aðventunni

Dagsetning: Sunnudagur 1. desember 2024

Staðsetning: Perlan, 2. hæð

Tími: kl. 14 – 16

Á Spennandi sunnudegi 1. desember milli kl. 14 og 16 býður Náttúruminjasafnið uppá skemmtilegan aðventuviðburð á sýningu safnsins, Vatnið í náttúru Íslands á 2. hæð Perlunnar.

Skoðum náttúruna út frá fjölbreyttum sjónarhornum og búum til jólaskraut innblásið af litum og formum í náttúrunni.

Öll velkomin!
Aðgangur er ókeypis.

Náttúruminjasafn Íslands stendur fyrir fjölbreyttum fjölskylduviðburðum fyrsta sunnudag hvers mánaðar, kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur til að skemmta sér og tengjast náttúrunni á skemmtilegan hátt.

Brak og brestir

Brak og brestir

Brak og brestir

Geldingadalir gas

Viðburður: Brak og brestir með Þykjó

Dagsetning: Sunnudagur 3. nóvember 2024

Staðsetning: Perlan, 2. hæð

Tími: kl. 14 – 16

Komdu og fáðu þér sneið af þjóðgarði – þú ræður hvað þú setur á þinn landskika! 

Viltu gera hrjóstrugt hraun úr piparkornum, jökulbreiður úr krumpuðum silkipappír eða jarðhitasvæði úr túrmerik kryddi og kork?

Á Spennandi sunnudegi 3. nóvember milli kl. 14 og 16 verður smiðja með ÞYKJÓ á sýningu Náttúruminjasafnsins, Vatnið í náttúru Íslands á 2. hæð Perlunnar.

Við skoðum náttúruna með augunum, höndunum og eyrunum. Við könnum fjölbreyttar áferðir og hljóð eins og mjúkan mosa, marrandi ís og fyssandi árfarvegi. Gestir þjálfast í að hugsa í skala og gera sitt eigið líkan af landsvæði innblásið af Vatnajökulsþjóðgarði.

Öll velkomin!
Aðgangur er ókeypis.

 

ÞYKJÓ er þverfaglegt teymi hönnuða sem vinna fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sviði upplifunarhönnunar, innsetninga og vöruhönnunar. Hönnunarstarf þeirra miðar að því að örva ímyndunarafl og sköpunarkraft barna í samstarfi við mennta- og menningarstofnanir. Á meðal nýlegra verkefna er innsetningin Hljóðhimnar í Hörpu, húsgagnalínurnar Kyrrðarrými og Hreiður og þátttökuverkefnið Gullplatan: Sendum tónlist út í geim! ÞYKJÓ hefur verið tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands í tvígang, árið 2021 og 2022 og hlaut nýverið tilnefningu til alþjóðlegu YAM verðlaunanna.

Hvað býr í þjóðgarði? Er sérsýning sem túlkar Vatnajökulsþjóðgarði sem heild og þá náttúru, landslag og sögu sem hann hefur að geyma. Hugmyndin er að gefa gestum innsýn inn í þann ævintýraheim og innblástur sem landslag þjóðgarðsins býður upp á.

 

Náttúruminjasafn Íslands stendur fyrir fjölbreyttum fjölskylduviðburðum fyrsta sunnudag hvers mánaðar, kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur til að skemmta sér og tengjast náttúrunni á skemmtilegan hátt.

Mosarnir í móanum

Mosarnir í móanum

Mosarnir í móanum

Geldingadalir gas

Viðburður: Mosarnir í móanum með Landi og skógi

Dagsetning: Sunnudagur 6. október 2024

Staðsetning: Perlan, 2. hæð

Tími: kl. 14 – 16

Á Spennandi sunnudegi 6. október  milli kl. 14 og 16 bjóða Land og skógur og Náttúruminjasafn Íslands upp á skemmtilegan viðburð um mosa og móa á sýningu Náttúruminjasafnsins, Vatnið í náttúru Íslands á 2. hæð Perlunnar.

Við skoðum alls konar mosa sem finnast í íslenskri náttúru og veltum fyrir okkur mikilvægi þeirra í tengslum við mólendi. Gestum býðst svo að taka þátt í skapandi textílsmiðju og búa til sína mosa.

Á Íslandi vaxa yfir 600 tegundir mosa, einstakar lífverur sem setja mikinn svip á landið og eru þar með mikilvægur hlekkur líffræðilegrar fjölbreytni íslenskra vistkerfa og virkni þeirra.

Öll velkomin!
Aðgangur er ókeypis.

 

Náttúruminjasafn Íslands stendur fyrir fjölbreyttum fjölskylduviðburðum fyrsta sunnudag hvers mánaðar, kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur til að skemmta sér og tengjast náttúrunni á skemmtilegan hátt.

Ráðherraheimsókn í Náttúruhús í Nesi

Ráðherraheimsókn í Náttúruhús í Nesi

Ráðherraheimsókn í Náttúruhús í Nesi

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Lilja D. Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra heimsóttu Náttúruhús í Nesi þann 27. maí síðastliðinn ásamt fulltrúum sinna ráðuneyta. Tilefnið var að nú eru framkvæmdir hafnar við þetta glæsilega hús en til stendur að opna þar nýjar höfuðstöðvar Náttúruminjasafns Íslands. Á staðnum voru einnig fulltrúar Náttúruminjasafnsins, Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna, Byggingarfélagsins E. Sigurðssonar og frá arkitektastofunni Yrki en húsið var teiknað af Ásdísi Helgu Ágústsdóttur og Sólveigu Berg stofnendum Yrkis.

Óhætt er að segja að mikil eftirvænting sé fyrir verkefninu, ekki hvað síst af hálfu Náttúruminjasafnsins þar sem safnið er nú í fyrsta sinn að eignast eiginlegar höfuðstöðvar. Þetta skref mun gjörbreyta allri aðstöðu fyrir móttöku skólahópa og auka tækifæri til náttúrufræðimenntunar fyrir menntakerfið í heild sinni.

Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna.

F.v. Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Óskar Jósefsson, forstjóri FSRE, Ásdís H. Ágústsdóttir, arkitekt, Sólveig Berg, arkitekt og Ragnhildur Guðmundsdóttir, staðgengill forstöðumanns Náttúruminjasafns Íslands.

Arkitektarnir Sólveig Berg og Ásdís H. Ágústsdóttir sögðu frá hönnun hússins.

Heimsókn forsetahjónanna í Náttúruhús í Nesi

Heimsókn forsetahjónanna í Náttúruhús í Nesi

Heimsókn forsetahjónanna í Náttúruhús í Nesi

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Eliza Reid, forsetafrú, heimsóttu framtíðar höfuðstöðvar Náttúruminjasafns Íslands í Náttúruhúsi í Nesi í síðustu viku.  Tilefnið var 50 ára kaupstaðarafmæli Seltjarnarnesbæjar þann 9. apríl síðastliðinn.

Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður safnsins, tók á móti forsetahjónunum og föruneyti þeirra og sagði frá fyrirhuguðum framkvæmdum við húsið og sýningargerðinni sem nú er í fullum gangi.  Jafnframt fylgdu Ragnhildur Guðmundsdóttir, líffræðingur og Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur forsetahjónunum út í Gróttu og ræddu jarðfræði Seltjarnarness og lífríkið í fjörunni en það er einmitt hluti af efnistökum nýju grunnsýningar safnsins sem mun hverfast um hafið og lífríki þess, með áherslu á framtíðina, mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni og áhrif loftslagsbreytinga.

Við þökkum forsetahjónunum kærlega fyrir komuna og óskum Seltjarnarnesbæ innilega til hamingju með kaupstaðarafmælið.

Ljósmyndir: Silla Páls fyrir Seltjarnarnesbæ

Hilmar J. Malmquist tók á móti forseta Íslands

Forsetahjónin skoðuðu aðal sýningarsal Náttúruhússins þar sem beinagreind íslandssléttbaks mun hanga uppi. Frá vinstri, Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri, Eliza Reid, forsetafrú, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður.

Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur segir forsetahjónunum frá áhugaverðri jarðfræði Seltjarnarness