Snæfellsjökull

Snæfellsjökull

Vestast á Snæfellsnesi er Snæfellsjökull, lítill jökull, sem sést þó víða að. Undir ísbreiðunni er eldstöðSnæfellsjökull kom fyrir í frægri sögu Jules Verne, Ferðin að miðju jarðaren í henni er fjallið inngangurinn sem leiðir sögupersónurnar niður í gegnum jörðina og upp um ítalska eldfjallið StromboliÍ Bárðar sögu Snæfellsáss segir frá hollvættinum Bárði sem er af ætt bergbúa. Í enda sögunnar gengur Bárður í jökulinn og gerist verndarvættur fólksins í héraðinu.

Minnisvarði um Bárð Snæfellsás er staðsettur á Arnarstapa á Snæfellsnesi.

Eldstöðvarkerfi Snæfellsjökuls er 30 km langt og 20 km breitt. Megineldstöðin er í laginu eins og dæmigerð eldkeila og hefur byggst upp af hraunum og móbergi. Hún rís hæst 1.446 m yfir sjávarmál og er 15–20 km í þvermál. Í toppnum er 2,5 km víður gígur eða askja sem jökullinn hylur.  

Snæfellsjökull er merktur með rauðum punkti á kortið.

Snæfellsjökull. Jökulhettan, lituð ljósblá, sést vel úr lofti. (Gervitunglamynd frá NASA og USGS). 

Rauðbrystingahópur í Eyrarbakkafjöru.

Austurhlið Snæfellsjökuls er sú sem flestir þekkja enda er hún sýnileg frá höfuðborgarsvæðinu á heiðskírum dögum. LjósmHugi Ólafsson 

Snæfellsjökull í góðu skyggni á júlíkvöldi. Ljósm. Hugi Ólafsson 

Elsta bergið í eldstöðvarkerfi Snæfellsjökuls er yfir 800.000 ára gamalt og er eldfjallið sjálft talið um 700.000–800.000 ára gamalt. Engin eldgos hafa átt sér stað í eldstöðvarkerfinu eftir landnám, en á nútíma (síðustu ~10.000 ár) hafa orðið 20–25 gosþar af um 20 flæðigos. Síðast gaus í Snæfellsjökli fyrir 1750 árum en þar áður fyrir tæpum 4 þúsund árum.  

 

Eins og aðrir jöklar á Íslandi hefur Snæfellsjökull hopað með hlýnandi loftslagi og nær flatarmál hans nú ekki 10 km2. Mest var útbreiðsla jökulsins á sögulegum tíma á litlu ísöld (1300–1900), en þá var jökullinn um 22 km2 að flatarmáli. Núna er jökullinn að jafnaði aðeins um 30 m þykkur og er talið að hann verði að mestu horfinn um árið 2050 ef svo heldur fram sem horfir. 

 

Eldgosið sem varð í Snæfellsjökli fyrir um 1750 árum síðan er stærsta gosið á nútíma. Gosið hófst sem sprengigos og spúði fjallið súrri ösku og vikri. Líklegt er að sprengivirknin hafi aðeins varað í nokkrar klukkustundir en í kjölfarið breyttist eldvirknin í flæðigos þar sem hraun rann frá fjallinu. Umfang og framvinda eldgosa í eldstöðinni er hins vegar ekki nægilega vel þekkt, þar sem einungis þrjú gjóskulög frá Snæfellsjökli hafa fundist og verið kortlögð. 

 

 

Þó svo að Snæfellsjökull hafi ekki gosið á sögulegum tíma útilokar það ekki eldgos í framtíðinni. Eldstöðin í jöklinum er talin virk, en skilgreiningin á virku eldfjalli er eldfjall sem hefur gosið að minnsta kosti einu sinni á síðustu 10.000 árum. Ómögulegt er að segja til um hvenær eldgos verður næst í fjallinu, en með vöktun er hægt að mæla tiltekna fyrirboða sem algengt er að eldfjöll gefi frá sér, m.a. aukna skjálftavirkni í eldstöðinni og þenslu í fjallinu af völdum kvikuhreyfinga. Í nágrenni við Snæfellsjökul er byggð sem gæti verið í hættu ef virkni eykst á svæðinu. Einnig gætu jökulhlaup valdið flóðbylgju tsunami sem gæti jafnvel haft áhrif þvert yfir Faxaflóa á höfuðborgarsvæðið.

Sunnan við Snæfellsjökul má sjá víðáttumikil hraun sem eiga uppruna sinn í eldstöðinni. LjósmHugi Ólafsson 

Sól slær silfri á voga, / sjáðu jökulinn loga. LjósmHugi Ólafsson

Ítarefni

Evans, D.J.A., Ewertowski, M., Orton, C., Harris, C. & Snævarr Guðmundsson. 2016. Snæfellsjökull volcano-centered ice cap landsystem, West Iceland. Journal of Maps 12(5). 1128–1137. DOI: 10.1080/17445647.2015.1135301.

Haukur Jóhannesson. 2019. Snæfellsjökull. Í: Bergrún A. Óladóttir, Guðrún Larsen & Magnús T. Guðmundsson. Íslensk eldfjallavefsjá. VÍ, HÍ og Avd-RLS. Sótt 25.5.2020 af http://www.islenskeldfjoll.is/?volcano=SNJ#.

Haukur Jóhannesson. 2013. Snæfellsnes. Bls. 367–377 í: Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (ritstj. Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson & Bjarni Bessason). Viðlagatrygging Íslands, Háskólaútgáfan, Reykjavík.

Haukur Jóhannesson, Flores, R.M. & Jón Jónsson. 1981. A short account of the Holocene tephrochronology of the Snæfellsjökull central volcano, Western Iceland. Jökull 31. 23–30. Sótt 25.5.2020 af https://timarit.is/page/6576740#page/n23/mode/2up.

Sigurður Steinþórsson. 1968. Tvær nýjar C14-aldursákvarðanir á öskulögum úr Snæfellsjökli. Náttúrufræðingurinn 37. 236–238. Sótt 25.5.2020 af https://timarit.is/page/4269706#page/n123/mode/2up.

Snerpa. 1994. Bárðar saga Snæfellsáss. Sótt 2.6.2020 af https://www.snerpa.is/net/isl/b-snae.htm.

Veðurstofa Íslands. 2019. Vetrarafkoma á Snæfellsjökli mæld í fyrsta sinn. Sótt 25.5.2020 af https://www.vedur.is/um-vi/frettir/vetrarafkoma-a-snaefellsjokli-maeld-i-fyrsta-sinn.

Stokkönd

Stokkönd

Stokkönd (Anas platyrhynchos)

Karlfuglinn, steggurinn, er ávallt stærri en kvenfuglinn, kollan, hjá andfuglum, og hjá öndum er hann yfirleitt mun skrautlegri. Eitt af sérkennum andfugla er að þeir fella fjaðrir síðsumars, þar á meðal flugfjaðrir og verða því ófleygir um tíma. Andasteggir skipta um bolfiður áður en þeir fella flugfjaðrir og fá þá svonefndan felubúning, sem er oft svipaður búningi kollunnar. Felubúningurinn er því eins konar sumarbúningur þeirra. Þeir skarta síðan skrúðbúningi um haustið, eftir að þeir verða fleygir að nýju.

Fullorðinn rauðbrystingur í vorbúningi á Patreksfirði.

Stokkandarhjón á Djúpavogi.

Ungur rauðbrystingur í Eyrarbakkafjöru.

Stokkandarhjón á Stokkseyri.

.

Rauðbrystingahópur í Eyrarbakkafjöru.

Sofandi stokkandarsteggir í Suðurnesi, Seltjarnarnesi.

Rauðbrystingahópur í Eyrarbakkafjöru.

Stokkandarhjón á Bakkatjörn, Seltjarnarnesi.

Rauðbrystingahópur í Eyrarbakkafjöru.

Stokkandarhreiður í Vatnsmýri, Reykjavík.

Útlit og atferli

Stokköndin er algeng, stór buslönd sem flestir kannast við. Steggurinn, grænhöfðinn, er með glansandi dökkgrænt höfuð og háls, neðst á hálsi er hvítur hálshringur og neðan hans tekur við rauðbrún bringan. Búkur og vængir eru gráleit, dekkri og brúnleitari að ofan en neðan. Undirstél og undirgumpur eru svört, stélið hvítt og gumpurinn svartur með tveimur krókfjöðrum fyrir miðju. Í felubúningi er hann dekkri en kolla, sérstaklega á höfði, og goggur gulleitari. Ungfuglar taka á sig lit fullorðinna fugla strax á fyrsta hausti. Kollan er öll brúnflikrótt, með ljósara höfuð og bringu. Höfuð og háls eru fínlega rákótt, með dekkri koll og augnrák. Bæði kyn hafa dökkbláa vængspegla með hvítum og svörtum bryddingum. Goggur steggs er gulgrænn með svartri nögl, goggur kollu daufgulrauður eða ólífubrúnn, oft með flekkjum. Fætur beggja kynja eru rauðgulir og augu dökk.

Stokkönd er stærst og þéttvöxnust buslandanna og oftast auðgreind. Hún flýgur hratt með grunnum vængjatökum og flýgur snöggt upp af vatni með bröttu uppflugi. Hún á auðvelt með gang og gengur í láréttri stöðu. Hún leitar sér ætis með því að hálfkafa með bakhlutann upp í loft, aðeins með haus og háls undir yfirborði, eða hún tínir æti úr vatnsborði. Steggurinn yfirgefur kolluna meðan hún liggur á og safnast steggirnir í hópa til að fella flugfjaðrir. Pörun stendur síðan yfir allan veturinn fram á vor.

Er venjulega hávær, garg kollunnar er rámt „bra-bra“ en steggurinn er hljóðlátari, flautar í biðilsleikjum.

 

Lífshættir

Stokkönd er bæði plöntu- og dýraæta. Hálfkafar eða buslar eftir smádýrum, fræjum, rótum og sprotum á grunnu vatni, leitar einnig ætis á þurru landi. Kollur um varptímann og ungar lifa aðallega á dýrafæðu (t.d. rykmýslirfum og -flugum) fyrstu vikurnar. Kafar stundum.

Verpur í margs konar kjörlendi, þó aðallega í og við votlendi á láglendi, oft nærri mannabústöðum. Hreiðrið er venjulega vel falið í gróðri, milli steina eða þúfna, í drasli o.s.frv., gert úr grasi og fóðrað með dúni. Urptin er 6–12 egg, álegan tekur um 4 vikur og ungarnir verða fleygir á 7–9 vikum. Stokkendur fella flugfjaðrir á vötnum og tjörnum girtum stör. Eru á veturna við strendur en einnig á íslausu ferskvatni.

Útbreiðsla og stofnstærð

Stokkönd er sennilega útbreiddasta öndin á láglendi, en er sjaldgæf á hálendinu. Hún hefur mikla aðlögunarhæfni og er oft í nánu sambýli við manninn. Sést víða um land á veturna. Talið er að slæðingur hafi vetursetu á Bretlandseyjum. Algeng um allt norðurhvelið og hefur verið flutt um allan heim .

Þjóðtrú og sagnir

Líkt og um flestar aðrar endur, fjallar íslensk þjóðtrú ekki mikið um stokköndina. Víða eru endur taldar veðurvitar og hér hefur borið við, að þær finni á sér eldsumbrot eða jarðhræringar.

Grænhöfði

Er sólvindar taka að sækja á
og sópa burt vetrarsnænum,
einn dag er hann kominn karlinn sá
í kelduna skammt frá bænum.

Það glampar fallega á grænan koll
og glitofnar fjaðrir skína,
er göslar hann útí grunnan poll,
með gráu konuna sína.

Og sálir barnanna vermdar von
í víddum blámans sig lauga,
er sjá þau vatnanna villta son
með vorið blikandi í auga.

Þau hlusta ekki oftar á það rugl
að enn geti komið hríðar,
hver efar að svona fagur fugl
sé forboði nýrrar tíðar.

Jóhannes úr Kötlum

Hópur rauðbrystinga í Flóa.

Stokkandarkolla með unga á Reykjavíkurtjörn.

Rauðbrystingahópur í Eyrarbakkafjöru.

Stokkandarsteggur í fjaðrafelli á Reykjavíkurtjörn.

Myndir og texti eftir Jóhann Óla Hilmarsson

Asparglytta

Asparglytta

Vissir þú að þessi litla bjalla, sem nefnist asparglytta, er orðið algengt meindýr á trjágróðri á Íslandi? Asparglytta fannst fyrst á Íslandi 2006 og hefur síðan dreifst víða. Fagurgrænar bjöllurnar safnast saman eftir vetrardala á stofnum og greinum aspa og víðitrjáa. Um leið og brumin opnast byrja bjöllurnar að hakka í sig nýju laufblöðin. Fljótlega fara kvendýrin að verpa og velja þær eldri blöðin til þessa. Þegar eggin klekjast éta lirfurnar laufblöðin sem þær klöktust á. Algengt er að sjá lirfurnar hlið við hlið spænandi í sig blöðin. Asparglyttan nýtir öll blöð plöntunnar og getur því gengið ansi nærri henni.

Álka

Álka

Álka í Látrabjargi

Álka (Alca torda)

Álka telst til svartfugla, þeir tilheyra ættbálki strandfugla (Charadriiformes) og eru allir af sömu ættinni, svartfuglaættinni. Svartfuglar afla fæðu sinnar úr sjó, verpa við sjó og ala allan sinn aldur á sjó, nema þegar þeir koma á land til að verpa. Þetta eru langlífir fuglar sem verða seint kynþroska. Svartfuglar sýna maka tryggð, verpa í byggðum og þeir verpa allir einu eggi nema teista.

Álka í Ingólfshöfða.
Álka í Ingólfshöfða.
Álka með sandsíli við Látrabjarg
Álka með sandsíli við Látrabjarg.

Útlit og atferli

Álkan er miðlungsstór svartfugl. Í sumarbúningi er hún svört á höfði, hálsi og baki en hvít á bringu og kviði. Yfirvængur er svartur með hvítum afturjaðri en undirvængur að mestu hvítur. Á veturna eru framháls, kverk og hlustarþökur hvít. Álka líkist langvíu og stuttnefju en er hálsstyttri og með hærri gogg.

Álka að vetri í Þorlákshöfn.
Álka að vetri í Þorlákshöfn.
Goggur er hár og hliðflatur, bogadreginn fremst, með hvítri langrák og einni greinilegri þverrák. Rákirnar dofna á veturna og þá er goggurinn lægri, eins og á ungfuglum sem eru með smágerðari gogg.

Álka flýgur hratt og beint með teygðan háls, lágt yfir haffleti. Er létt á sundi og sperrir þá oft stél og jafnvel gogg. Nýtur sín vel í kafi. Á erfitt um gang, situr á ristinni og heldur jafnvægi með stélinu. Henni svipar til langvíu og stuttnefju og er félagslynd eins og þær.  Á varpstöðvum gefur álka frá sér rýtandi „urr“ og ungar flauta.

 

Lífshættir

Álka kafar eftir fiski og notar vængina til að kafa með eins og aðrir svartfuglar, hún „flýgur“ neðansjávar. Fæðan er aðallega smáfiskur eins og sandsíli, loðna og síld, í minna mæli ljósáta og aðrir hryggleysingjar.

Álkan heldur sig bæði á grunnsævi og dýpra. Verpur í byggðum við sjó, björgum eða grýttum urðum. Verpur oftast í sprungum eða undir steinum en einnig á berar syllur. Eggið er aðeins eitt og klekst á 5 vikum. Ungarnir yfirgefa vörpin aðeins 2–3 vikna gamlir, seinni hluta júlímánaðar, löngu áður en þeir verða fleygir, og elta foreldrana á haf út. Þeir verða fleygir á 7–10 vikum.

Álkur á flugi við Rosmhvalanes.
Álkur á flugi við Rosmhvalanes.
Álkur á Jökulsárlóni.
Álkur á Jökulsárlóni.

Útbreiðsla og stofnstærð

Stærsta álkubyggð heims var lengi vel Stórurð undir Látrabjargi, en um 75% íslenska stofnsins varp í bjarginu fram undir aldamótin. Nú er stærsta byggðin líklega í Grímsey. Álkan er að nokkru farfugl, sumar álkur fara ekki langt, halda sig á hafinu umhverfis landið, meðan aðrar halda sig á hafinu milli Íslands, Færeyja og Noregs Álkan kemur aðeins á land til að verpa.

 

Veiðar, vernd og válisti

Álka hefur löngum verið nýtt í íslenskum björgum, bæði fuglar og egg. Álku hefur fækkað talsvert og var íslenski stofninn talinn 313.000 pör í kringum 2007, eða 82% af því sem hann var í kringum 1985. Mest var fækkunin í stærstu byggðinni, Látrabjargi, og á Hornströndum, en fjölgun var í Grímsey. Væntanlega hafa álkurnar fært sig þangað því fæðuskilyrði eru betri við eyna nú en við Látrabjarg.

Þar sem meirihluti af álkum heimsins verpur á Íslandi var tegundin sett á heimsválista og evrópskan válista sem tegund í yfirvofandi hættu vegna neikvæðrar stofnþróunar. Hún er í sama flokki á íslenska válistanum frá 2018.

 

Álkur í Látrabjargi.
Álkur í Látrabjargi.
Álka í Grímsey.
Álka í Grímsey.
Álka í Grímsey.
Álka í Grímsey.

Þjóðtrú og sagnir

Íslensk þjóðtrú segir fátt um álkuna, en trúin tekur iðulega til allra svartfugla og hegðunar þeirra. Það er helst að svartfuglarnir tengist veðurútliti, viti á óveður, sérstaklega slæmar norðanáttir. Þeir boða einnig góðan afla, en sjómenn notuðu og nota enn fugla og hvali til að finna fiskitorfur.

Geirfugl var skyldur álku, stór fugl og ófleygur, stundum nefndur mörgæs norðursins. Síðustu geirfuglarnir (Pinguinus impennis) voru drepnir í Eldey í byrjun júní 1844.

Lítið hefur verið ort um álkuna í gegnum tíðina, en þeim mun meira um bjargsig og bjargnytjar. Eftirfarandi erindi er úr gamalli færeyskri fuglavísu:

Álka og ont á gólfi sita,
reiða mat á disk,
otan flýgur út í hav
og veiðir feskan fisk.
Dúgvan situr á miðjum bekki.

Álka á hreiðri í Látrabjargi. Hreiðrið er ber klöppin.
Álka á hreiðri í Látrabjargi. Hreiðrið er ber klöppin.
Myndir og texti eftir Jóhann Óla Hilmarsson
Kvikuhólf

Kvikuhólf

Vissir þú að hægt er að skoða forn kvikuhólf á Íslandi?  Forn kvikuhólf geta gefið vísbendingar um hegðun kviku. Hér má t.d. sjá að súr kvika – sem er ljós, og basísk kvika – sem er dekkri, blandast illa saman. Mynd frá Hvalsnesi.