
Vatnabobbar
Vatnabobbar
Vissir þú að litur vatnabobba (Radix balthica) fer eftir því hvar þeir búa?

Vissir þú að litur vatnabobba (Radix balthica) fer eftir því hvar þeir búa?
Gosberg er samheiti yfir allt berg sem myndast í eldgosum. Það er gjarnan flokkað eftir efnasamsetningu og þá fyrst og fremst litið til kísilsmagns (SiO2). Kísilhlutfall í íslensku bergi er á bilinu 45–75% af þunga bergsins, og er flokkað sem basískt (45–52% kísill), ísúrt (52–63% kísill) og súrt (yfir 63% kísill). Einnig er gosberg flokkað eftir hlutfalli annarra efna og steindasamsetningu. Mismunandi berg kemur upp í ólíkum eldstöðvum, en þó getur berg verið breytilegt í sömu eldstöðinni. Þannig breytist til dæmis kvika, sem staldrar við í kvikuhólfum á leið sinni til yfirborðs, verður kísilríkari og súrari og er þá sagt að hún þróist.
Kísilmagnið hefur mikil áhrif á eiginleika kvikunnar. Kísill myndar kísilgrindur sem tengjast saman og því verður kvikan seigari eftir því sem hlutfall kísils er meira, auk þess sem kísilrík kvika er yfirleitt kaldari en kísilsnauð kvika.
Ljósmynd Þóra Björg Andrésdóttir.
Vissir þú að lirfur flatfiska eru sviflægar og með augun sitt á hvorri hlið eins og hjá öðrum beinfiskum? Við lok lirfustigs fer af stað myndbreyting hjá lirfunni. Annað augað færist yfir á gagnstæða hlið (augnhlið) og um leið skekkist kjafturinn og bein hauskúpunnar sem verða ósamhverf. Magi og görn vindast til. Flatfiskar eru botnfiskar sem liggja og synda á blindu hliðinni, en stærri flatfiskategundir eins og lúða, grálúða og sandhverfa leita upp í sjó og verða fiskætur þegar þær stækka. Augnhliðin er dökk og liturinn gjarnan breytilegur eftir botnlagi og lit botns en blinda hliðin er ljós eða alveg hvít.
©Jón Baldur Hlíðberg, fauna.is
Brandöndin er stór og skrautleg önd sem minnir talsvert á gæs og tilheyrir svokölluðum gásöndum. Í fjarska virðist brandönd vera hvít með dökkt höfuð. Höfuðið er svart og hálsinn með grænni slikju, og brúnt belti nær upp á bakið. Dökk rák nær frá bringu eftir endilöngum kviði aftur á gump. Gumpurinn er gulur og stélið dökkt í endann. Axlarfjaðrir eru svartar og hand- og armflugfjaðrir svartleitar með grænum spegli. Að öðru leyti er vængurinn hvítur. Kynin eru mjög lík, steggurinn er þó litríkari en kollan, auk þess sem hann hefur dökkrauðan hnúð við goggrót. Fullorðnir fuglar í fjaðrafelli eru ljósari og litdaufari og minna á ungfugla. Ungfuglar eru mógráir að ofan, hvítleitir á vöngum og framhálsi og án brúna bringubeltisins.
Brandandarsteggur á flugi á Djúpavogi.
Brandandarhjón á Djúpavogi.
Goggur beggja kynja er rauður, en steggurinn er með rauðan hnúð sem er einkum áberandi á varptíma. Fætur eru bleikrauðir. Ungfuglar eru með grábleikan gogg og fætur. Brandöndin er þögul nema á varptíma, þá heyrist lágstemmt flaut og tíst frá steggnum en kvak og garg frá kollunni.
Brandendur eru léttar á sundi, léttar til gangs og hefja sig snöggt til flugs, án tilhlaups. Áberandi hálslangar á flugi. Minna því mjög á gæsir, auk þess sem kynin sjá saman um uppeldi unga eins og hjá þeim. Liturinn greinir þær þó alltaf frá gæsum.
Brandandarsteggur í biðilsham á Djúpavogi.
Nýfleygir brandandarungar á flugi í Borgarfirði.
Brandandarsteggir takast á í Sandviki við Ölfusá.
Brandöndin leitar ætis á yfirborði leira, hreyfir hausinn til hliðanna og notar gogginn til að sía úr leðjunni þörunga, snigla, smáskeljar, skordýr og orma. Hálfkafar einnig á grunnu vatni.
Kjörlendi brandandar eru leirur og grunnsævi. Erlendis verpur hún gjarnan í kanínuholum nærri sjó. Hér á landi hafa hreiður fundist í húsum, undir sumarbústöðum, á ruslahaugum, undir gömlum bátum og víðar. Í Breiðafirði ættu lundaholur að gagnast sem varpholur. Hreiðrið er dæmigert andahreiður, fóðrað með dúni. Eggin eru 8–11, hún liggur á í rúmar fjórar vikur og ungarnir verða fleygir á um 7 vikum.
Brandandahópur á flugi í Borgarfirði.
Brandandarhjón með nýklakta unga í Borgarfirði.
Brandandarhreiður í Hamarsfirði.
Brandandarkolla með stálpaða unga á Bakkatjörn, Seltjarnarnesi.
Brandöndin er að mestu farfugl. Hún var strjáll flækingur hér á landi þar til árið 1990 er hún varp í fyrsta sinn svo vitað sé, í Eyjafirði. Síðan hefur henni fjölgað jafnt og þétt og verpur nú í flestum landshlutum, þó síst um miðbik Austurlands og Suðurland. Höfuðstöðvar brandandar eru í Borgarfirði. Íslenski stofninn er talinn vera um 300 varppör og verpa 60% í Borgarfirði. Þar sjást síðsumars hundruð brandanda, allt að 1400, að stórum hluta geldfuglar en einnig um 160 varppör með unga. Aðrir mikilvægar varpstöðvar eru í Breiðafirði og á Melrakkasléttu. Íslenskir fuglar eru að stærstum hluta farfuglar, en ekki er vitað hvar þeir halda sig á veturna. Stöku fuglar sjást þó stundum um hávetur. Brandönd verpur með ströndum fram víða í Evrópu og austur um miðbik til Kína.
Núverandi varpútbreiðsla brandandar.
Eins og með aðra nýja landnema, hefur engin þjóðtrú orðið til kringum brandöndina.
Myndir og texti: Jóhann Óli Hilmarsson
Vissir þú að sífreri (e. permafrost) myndast þar sem frost helst allan ársins hring í yfirborðslagi jarðar, hvort sem það er í jarðvegi, setlögum eða bergi? Sífreri getur verið allt frá nokkrum cm upp í hundruð metra á þykkt. Á sumrin þiðnar landið ofan frá og er sá hluti kallaður virka lagið.
Sífreri finnst einkum á heimskauta- og háfjallasvæðum jarðar. Útbreiðsla hans er háð veðurfari en sífrerinn hörfar hratt þegar loftslag hlýnar, líkt og nú er. Við það verða miklar breytingar í yfirborðslögum jarðarinnar. Fjallshlíðar verða óstöðugar og líkur á skriðuföllum eykst en önnur afleiðing er að við bráðnunina losnar úr sífrerarnum gróðurhúsalofttegundir svo sem koldíoxíð (CO2) og metangas (CH4).
Fyrri myndin sýnir þversnið í Orravatnsrústir, norðaustan Hofsjökuls. Á myndinni sést vel ískjarni rústarinnar og virka lagið ofan á.
Á seinni myndinni er horft yfir norðurhluta Orravatnsrústa á Hofsafrétti, norðan Hofsjökuls. Undir hverri rúst er sífreri.
Myndin sýnir þversnið í Orravatnsrústir, norðaustan Hofsjökuls. Þarna sést vel ískjarni rústarinnar og virka lagið ofan á.
Ljósm. Þórdís Bragadóttir.
Hér er horft yfir norðurhluta Orravatnsrústa á Hofsafrétti, norðan Hofsjökuls. Undir hverri rúst er sífreri.
Ljósm. Þorsteinn Sæmundsson.
This site is protected by wp-copyrightpro.com