Hvað býr í þjóðgarði?

Hvað býr í þjóðgarði?

Geldingadalir gas

Viðburður: Hvað býr í þjóðgarði – Kynnumst fjölbreytileika Vatnajökulsþjóðgarðs

Dagsetning: Sunnudagur 2. júní

Staðsetning: Perlan, 2. hæð

Tími: kl. 14 – 16

Kynnumst náttúruundrum Vatnajökulsþjóðgarðs og fræðumst um starf landvarða.

Sérfræðingar Náttúruminjasafnsins og Vatnajökulsþjóðgarðs bjóða gesti velkomna á sýningarnar Vatnið í náttúru íslands og Hvað býr í þjóðgarði?

Á Spennandi sunnudögum bjóðum við upp fjölskylduviðburði á sýningu safnsins, Vatnið í náttúru Íslands í Perlunni.

Kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur til að skemmta sér og tengjast náttúrunni á óvenjulegan og skemmtilegan hátt.

Aðgangur er ókeypis. Hlökkum til að sjá ykkur!

Náttúruminjasafn Íslands er með fjölbreytta fjölskylduviðburði fyrsta sunnudag hvers mánaðar víða á höfuðborgarsvæðinu.

 

 

Maurar á Íslandi

Maurar á Íslandi

Geldingadalir gas

Viðburður: Maurar á Íslandi

Dagsetning: Sunnudagur 5. maí

Staðsetning: Perlan, 2. hæð

Tími: kl. 14 – 16

Það kemur mörgum á óvart að maurar finnist í Reykjavík og víðar á Íslandi. Á þessum spennandi viðburði gefst fólki tækifæri til að kynnast þessum forvitnilegu dýrum, stöðu þeirra í vistkerfinu og hvað það þýðir fyrir lífríki Íslands að nú finnist þeir hér. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Háskóla Íslands og Marco Mancini líffræðing, en hann hefur stundað rannsóknir á maurum á Íslandi undanfarin ár.

Á Spennandi sunnudögum bjóðum við upp fjölskylduviðburði á sýningu safnsins, Vatnið í náttúru Íslands í Perlunni.

Kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur til að skemmta sér og tengjast náttúrunni á óvenjulegan og skemmtilegan hátt.

Aðgangur er ókeypis. Hlökkum til að sjá ykkur!

Náttúruminjasafn Íslands er með fjölbreytta fjölskylduviðburði fyrsta sunnudag hvers mánaðar víða á höfuðborgarsvæðinu.

 

Náttúran í Vatnajökulsþjóðgarði

Náttúran í Vatnajökulsþjóðgarði

Geldingadalir gas

Viðburður: Náttúran í Vatnajökulsþjóðgarði

Dagsetning: Laugardagur 27. apríl

Staðsetning: Perlan, 2. hæð

Tími: Kl. 14 – 16

Viðburður í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð

Kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur til að skemmta sér og tengjast náttúrunni á óvenjulegan og skemmtilegan hátt.

Aðgangur er ókeypis. Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Eldur, ís og mjúkur mosi

Eldur, ís og mjúkur mosi

Geldingadalir gas

Viðburður: Sýningin Eldur, ís og mjúkur mosi á Barnamenningarhátíð

Dagsetning: 23. – 28. apríl

Staðsetning: Perlan, 2. hæð

Verkefnið Eldur, ís og mjúkur mosi unnu Vatnajökulsþjóðgarður og Náttúruminjasafn Íslands í samstarfi við átta grunn- og leikskóla í nágrenni við þjóðgarðinn ásamt einum á höfuðborgarsvæðinu og breiðum hóp listafólks og hönnuða í heimabyggð skólanna. Markmið verkefnisins var að skapa tengingar milli barna og náttúru Vatnajökulsþjóðgarðs sem er verndaður sem sameign þjóðarinnar og þau ýmist búa í nálægð við eða þekkja til. Börnin unnu því fjölbreytt verkefni þar sem þau sögðu frá honum og túlkuðu náttúru, verndargildi og sögu í gegnum list og skapandi ferli.

Afraksturinn má sjá á sýningunni Eldur, ís og mjúkur mosi á 2. hæð Perlunnar

 

Opnunarviðburður Hátíðar líffræðilegrar fjölbreytni

Opnunarviðburður Hátíðar líffræðilegrar fjölbreytni

Opnunarviðburður Hátíðar líffræðilegrar fjölbreytni

Í gær, þann 23. febrúar, tók Náttúruminjasafnið þátt í opnunarviðburði Hátíðar líffræðilegrar fjölbreytni sem fram fór í Safnahúsinu að viðstöddu fjölmenni í gær, en í salnum voru á annað hundrað manns og um sextíu fylgdust með á beinu streymi. Greinilegt er að málefnið brennur á fjölmörgum enda afar brýnt og áskoranirnar margar.

Hátíðardagskrána má nálgast hér: https://biodice.is/hatid2023/. Næsti viðburður verður mánudaginn 27. febrúar í húsi Náttúrufræðistofnunar í Urriðaholti.

Upptökurnar af viðburðinum verða gerðar aðgengilegar fljótlega.

Fjölmenni sótti fundinn.

Í pallborði voru Eydís Líndal Finnbogadóttir forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar, Helga Hvanndal Björnsdóttir fulltrúi Ungra umhverfissinna,Sigríður Svana Helgadóttir skrifstofustjóri Skrifstofu eftirfylgni og fjármála, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, Freydís Vigfúsdóttir sérfræðingur Skrifstofu sjálfbærni hjá matvælaráðuneytinu, Þórdís Björt Sigþórsdóttir teymisstjóri Umhverfisstofnun, Snorri Sigurðsson sviðstjóri náttúruverndar Náttúrufræðistofnun Íslands. Umræðum stýrði Guðrún Sóley Gestsdóttir.