Efni 87. árg. 1-2 hefti Náttúrufræðingsins
Ferðamannastraumurinn og raflínurnar
Náttúrufræðingurinn, 1.–2. hefti 87. árgangs er komið út. Að venju er í tímaritinu fjölbreytt og spennandi efni um rannsóknir á íslenskri náttúru.
Ferðamannastraumurinn hefur áhrif á efnisval í Náttúrufræðingnum eins og aðrar greinar mannlífsins á Íslandi um þessar mundir. Forsíðugreinin er um rannsókn sem gerð var á sjö stöðum á landinu þar sem virkjanir eru til skoðunar um Viðhorf ferðamanna til raflína í náttúru Íslands. Flestir ferðamenn koma til landsins vegna náttúrunnar og því þarf að vanda til verka þegar ásýnd hennar er breytt. Niðurstöður sýna að raflínur þykja meðal óæskilegustu mannvirkja og telja fæstir þær eiga heima á víðernum. Þá hefðu fyrirhugaðar raflínur neikvæð áhrif á áhuga meirihluta ferðamanna á að ferðast um svæðin í framtíðinni. Fram kom töluverður munur á viðhorfum eftir þjóðerni og var andstaðan við raflínur mest meðal íslenskra ferðamanna. Höfundar eru Þorkell Stefánsson og Anna Dóra Sæþórsdóttir.Á þessu eru nokkrar skýringar en í því felast einnig hættur. Um þetta fjallar Droplaug Ólafsdóttir, formaður ritstjórnar Náttúrufræðingsins í leiðara.
Forsíða: Háspennulína þverar Öskjuveg við Jökulsá á Fjöllum. Ljósm. Kristinn Ingvarsson.
Ferðaþjónusta og náttúruvernd
Vaxandi ferðamannastraumi fylgja miklar áskoranir fyrir náttúruvernd á Íslandi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson sem ritar leiðarann Ferðaþjónusta og náttúruvernd telur að langtímahagsmunir náttúruverndar og ferðaþjónustu fari saman. Hann bendir á nokkur atriði sem hægt er að beita til að bregðast við álagi á helstu ferðamannastaði og viðkvæma náttúru. Meðal þess sem hann nefnir er vandaðri uppbygging göngustíga og annarra innviða, ítölu eða takmörkun á aðgangi að viðkvæmustu stöðunum, uppbyggingu utan verndarsvæða en inni inni á þeim miðjum og loks hvetur hann til þess að friðlýsing sé nýtt sem stjórntæki í ferðaþjónustu.
Lífshættir ískóðs við Ísland.
Ískóð er sennilegast algengasta fisktegundin í Norður-Íshafinu en þessi smávaxna þorskfiskategund gegnir mikilvægu hlutverki í fæðuvef Íshafsins, étur dýrasvif og er fæða annarra fiska sjávarspendýra og fugla. Ólafur S. Ástþórsson gerir grein fyrri rannsóknum á ískóði við Ísland og byggir á gögnum sem safnað hefur verið á vegum Hafrannsóknastofnunar allt frá árinu 1974. Greinin nefnist Lífshættir ískóðs við Ísland.
Valdimar Össurarson frá Kollsvík í Rauðasandshreppi hefur fylgst með vaxandi strandrofi sem ógnar fornum verstöðvum og menningar-verðmætum víða um land. Valdimar telur að strandrofið megi rekja til offjölgunar skollakopps við ströndina; ígulkerið hafi eytt þaraskóginum og við færist brimaldan í aukana með stórauknum sandburði, uppblæstri og rofi sjávarbakka.
Sprungusveimar Norðurgosbeltisins og umbrotin í Bárðarbungu 2014-2015.
Ásta Rut Hjartardóttir og Páll Einarsson rita grein um gliðnunina sem varð í eldstöðvakerfi Bárðarbungu 2014-2015 og eldgos sem henni tengdust. Slíkir atburðir eru sjaldgæfir en þekkjast frá Íslandi og austanverðri Afríku og en við þá myndast sprungusveimar eins og þeir sem sjást á Þingvöllum og í Gjástykki. Sprungusveimar eru ílöng svæði sem tengjast oft megineldstöð. Þeir eru taldir myndast þegar kvikugangar skjótast grunnt inn í jarðskorpuna, hún tognar í sundur, gamlar sprungur hreyfast og nýja myndast. Greinin nefnist: Sprungusveimar Norðurgosbeltisins og umbrotin í Bárðarbungu 2014-2015.
Af öðru efni má nefna grein um Lognið eftir Harald Ólafsson, Jón Einar Jónsson varpar fram spurningu um hvort tengsl séu milli æðarvarps og loðnugengdar, Jóhann Örlygsson og Sean Micael Scully skýra frá tilraunum með framleiðslu vetnis með hitakærum bakteríum, Helgi Hallgrímsson skrifar um heimsins minnsta tré – grasvíðinn og Bergþóra Sigurðardóttir segir frá forvitnilegum jarðmyndunum á Hvítanesi í Ísafjarðardjúpi þar sem ekki er allt sem sýnist.
Af öðru efni í ritinu má nefna skýrslu stjórnar Hins íslenska náttúrufræðifélags og reikninga fyrir árið 2017 og eftirmæli um Svein P. Jakobsson jarðfræðing, en hann lést 12. júlí 2016.
Þetta er 1.–2. hefti 88. árgangs Náttúrufræðingsins sem hóf göngu sína 1931 og er félagsrit Hins íslenska náttúrufræðifélags og tímarit Náttúruminjasafns Íslands. Heftið er 80 bls. að stærð. Ritstjórar þessa heftis eru Álfheiður Ingadóttir líffræðingur og Sigmundur Einarsson jarðfræðingur. Að jafnaði eru gefin út fjögur hefti á ári. Félagsgjald og innifalin áskrift kostar 5.800 kr. og er veittur afsláttur fyrir stúdenta og hjón.
Þá er í heftinu ritfregn um bók Harðar Kristinssonar Íslenskar fléttur, auk ársreikninga og skýrslu stjórnar HÍN fyrir árið 2016.
Þetta er 1.-2. hefti 87. árgangs Náttúrufræðingsins sem hóf göngu sína 1931 og er félagsrit Hins íslenska náttúrufræðifélags og tímarit Náttúruminjasafns Íslands. Heftið er 88 bls. að stærð. Ritstjóri er Álfheiður Ingadóttir. Að jafnaði eru gefin út 4 hefti á ári. Félagsgjald – og innifalin áskrift kostar 5.800 kr. og er veittur afsláttur fyrir stúdenta og hjón.
Hér má sjá efnisyfirlit heftisins.
Efni 87. árg. 3-4 hefti Náttúrufræðingsins
Hafrún 1499–2006
Í forsíðugrein er fjallað um Hafrúnu – elsta lifandi dýr jarðar, kúskel sem veiddist á um 80 m dýpi í júní 2006 vestur af Grímsey. Hafrún var fryst um borð í Bjarna Sæmundssyni og þegar hún var rannsökuð nánar kom í ljós að hún var 507 ára gömul þegar hún var veidd og hafði klakist árið 1499! Rannsóknir á efnasamsetningu Hafrúnar og 28 annarra kúskelja af Íslandsmiðum hafa leitt í ljós mikilsverðar upplýsingar um ástand sjávar undan norðurströnd Íslands þúsund ár aftur í tímann. Rannsóknirnar eru undirstaða skeljatímatals sem er gagnagrunnur sem skráir breytingar frá ári til árs allan þann tíma, m.a. um hafstrauma á Norðurhveli. Skeljatímatalið er mikilvægur grunnur til rannsókna á hlýnun jarðar. Kúskelin er kennd við Ísland og nefnist Arctica islandica á fræðimáli. Hún er algeng við strendur Íslands. Höfundar eru Jón Eiríksson, James D. Scourse, Paul G. Butler, David J. Reynolds og Leifur A. Símonarson.
Sullaveiki og fleiri bandormar
Fiskistofnar í Mývatni hafa minnkað verulega frá því skráning veiða hófst árið 1900. Upp úr 1920 voru veiddir yfir eitt hundrað þúsund silungar (bleikja og urriði) á ári, en 2016 veiddust aðeins 1.476 silungar í Mývatni. Vísbendingar eru um að veiðitakmarkanir, sem tóku gildi 2011, séu farnar að skila sér í uppbyggingu bleikjustofnsins. Guðni Guðbergsson skrifar um Veiðinýtingu og stofnsveiflur Mývatns á árunum 1986–2016.
Lúpína á verndarsvæði Mývatns og Laxár
Á undanförnum árum hefur alaskalúpína Lupinus nootkatensis breiðst hratt út um bakka Sandvatns ytra norðvestan við Mývatn og síaukin hætta er á að fræ hennar dreifist enn frekar með vatninu. Aagot Vigdís Óskarsdóttir leiðir líkur að því m.a. á grunni loftmynda að útbreiðslu lúpínunnar megi rekja til landgræðsluverkefnis á Hólasandi norðan við verndarsvæði Mývatns og Laxár. Þar hófst landgræðsla um miðjan tíunda áratug síðustu aldar og settu stjórnvöld skilyrði fyrir verkefninu, m.a. í þeim tilgangi að hindra að lúpína bærist út fyrir landgræðslusvæðið. Rannsóknin er fyrst og fremst lögfræðileg og fellur undir svið umhverfisréttar og stjórnsýsluréttar. Fjallað er um löggjöf um verndarsvæði Mývatns og Laxár og þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist vegna þessa einstaka landsvæðis. Er niðurstaða höfundar sú að Landgræðsla ríkisins hafi að verulegu leyti vanrækt þær skyldur sem á stofnunina voru lagðar í þeim tilgangi að verja verndarsvæði Mývatns og Laxár og að Umhverfisstofnun hafi ekki sinnt eftirliti sem skyldi. Brýnt sé að bregðast hratt við til að forða frekara umhverfistjóni.
Neysluvatn eða háspennulínur?
Hreint og gott neysluvatn er auðlind sem þéttbýlið á höfuðborgarsvæðinu byggist á. Nú stendur til að reisa nýja háspennulínu yfir hluta vatnsverndar-svæða Reykjavíkur og fjallar Sigmundur Einarsson í leiðara um þau áform sem hann segir enga þörf fyrir. Hann gagnrýnir að hvorki sveitarfélög né ríki hafi gert athugasemdir við þessa fyrirhuguðu framkvæmd.
Af öðru efni í ritinu má nefna grein um Hettumáfa í Eyjafirði eftir Sverri Thorstensen og Ævar Petersen en rannsóknir benda til að áralöng fækkun tegundarinnar þar sé á enda, Tómas Jóhannesson og Ragnar Heiðar Þrastarson kynna nýtt landlíkan af Íslandi, ArcticDEM og sýna dæmi um nýtingu þess við mælingar á hopi jökla. Þá ritar Helgi Hallgrímsson um vatnaþörunga, sem urðu utanveltu í Botany of Iceland. í ritinu er einnig að finna minningarorð um Guttorm Sigbjarnarson jarðfræðing og fyrrum framkvæmdastjóra Hins íslenska náttúrufræðifélags.
Þetta er 3.–4. hefti 87. árgangs Náttúrufræðingsins sem hóf göngu sína 1931 og er félagsrit Hins íslenska náttúrufræðifélags og tímarit Náttúruminjasafns Íslands. Heftið er 72 bls. að stærð. Ritstjórar þessa heftis eru Álfheiður Ingadóttir líffræðingur og Sigmundur Einarsson jarðfræðingur. Að jafnaði eru gefin út fjögur hefti á ári. Félagsgjald – og innifalin áskrift kostar 5.800 kr. og er veittur afsláttur fyrir stúdenta og hjón.
Hér má sjá efnisyfirlit heftisins.