Efni 92. árg. 1.–2. hefti Náttúrufræðingsins

Út er komið 1.–2. hefti Náttúrufræðingsins, 92. árgangs. Í heftinu er m.a. sagt frá rannsókn á Hallmundarhrauni í Borgarfirði, fuglum í Flatey sem fundist hafa alþaktir klístri af hunangsdögg í þurrum sumrum, sögu þjóðgarða og sambandinu á milli náttúruverndar og ferðaþjónustu, evrópskum eldmaurum sem fundust í Reykjavík og einum þekktasta hvalskurði Íslandssögunnar sem átti sér stað við bæinn Ánastaði árið 1882. 

Heftið er 74 bls. Útgefendur eru Hið íslenska náttúrufræðifélag og Náttúruminjasafn Íslands. Ritstjóri er Margrét Rósa Jochumsdóttir. 

 

Efni 92. árg. 3.–4. hefti Náttúrufræðingsins