Nýtt hefti Náttúrufræðingsins komið út
Út er komið 3.– 4. hefti Náttúrufræðingsins, 93. árgangs. Í heftinu er m.a. grein um Mývatnsendur, sagt frá Harald Krabbe frumkvöðli snýkjudýrarannsókna á Íslandi, Gísli Pálsson skrifar um Neanderdalsfólkið í greininni „Er einhver Neanderdalsmaður hér inni?“, framhald er af grein Ævars Petersen um Ánastaðahvalina þar sem kynntar eru niðurstöður á greiningu hvalategundanna með nýrri tækni, yfirgripsmikil grein er um frerafjöll og hörfandi sífreri á Íslandi eftir Ágúst Guðmundsson, niðurstöður talninga á hettumávum í Eyjafirði árið 2020 eru kynntar og áhugaverðar niðurstöður um forathugun á alkóhóli í ylli- og reyniberjum á Íslandi.
Forsíðuna prýðir mynd af hávellu sem tekin var af Daníel Bergmann.
Útgefendur eru Hið íslenska náttúrufræðifélag og Náttúruminjasafn Íslands. Ritstjóri er Margrét Rósa Jochumsdóttir, margret@nmsi.is