Náttúrufræðingurinn mættur

Náttúrufræðingurinn mættur

Náttúrufræðingurinn mættur!   

Út er komið 3.– 4. hefti Náttúrufræðingsins, 94. árgangs. Í heftinu er m.a. yfirlitsgreinar um nýtt gosskeið á Reykjanesskaga, og uppeldissvæði laxfiska í Þingvallavatni og tengdum ám, þá er sagt frá  orkunotkun íbúðabygginga á Íslandi, kóral- og svampasvæðum við Ísland og Norrænu eldfjallastöðinni.

Heftið er 78 bls. Útgefendur eru Hið íslenska náttúrufræðifélag og Náttúruminjasafn Íslands. Ritstjóri er Margrét Rósa Jochumsdóttir ( margret@nmsi.is).

Náttúruminjasafn Ís­lands – klárum verk­efnið

Náttúruminjasafn Ís­lands – klárum verk­efnið

Stöndum saman – klárum verkefnið

„Það vantar aðeins herslumuninn til að ljúka við Náttúruhúsið í Nesi og opna þar sýningu í þágu almennings. Nú er lag vegna Alþingiskosninganna 30. nóvember næst komandi. Hvaða stjórnmálaflokkar ætla að gera hér bragarbót á og sýna í verki þann stuðning sem Náttúruminjasafn Íslands þarf á að halda?“

Náttúruminjasafn Ís­lands – klárum verk­efnið

Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, ritar grein á Vísi um stöðu safnsins, uppbyggingu nýrra höfuðstöðva og mikilvægi þess að þjóðin eignist loks fullbúið höfuðsafn á sviði náttúruvísinda sem sómi er að.

Náttúruhús í Nesi, Framtíðarhöfuðstöðvar Náttúruminjasafns Íslands.

Samstarf náttúrufræðisafna á Norðurlöndunum eflt

Samstarf náttúrufræðisafna á Norðurlöndunum eflt

Samstarf náttúrufræðisafna á Norðurlöndunum eflt

Á allra síðustu árum hefur áhugi almennings á náttúrusýningum aukist til muna, líkt og aðsóknartölur að náttúrufræðisöfnunum á Norðurlöndunum bera með sér. Þá sýna kannanir í Svíþjóð, Íslandi og Bandaríkjunum að almenningur ber einna mest traust til safna á meðal stofnana í samfélögunum. Þessi staða endurspeglar fagleg hlutverk safnanna og samfélaglega ábyrgð – söfnin teljast til grunnstoða vísinda og mennta, eru uppsprettur rannsókna og þekkingar. Við náttúrufræðisöfnunum blasa einnig ýmsar áskoranir og áhyggjur, einkum skortur á viðunandi aðstöðu til geymslu og varðveislu og þörf á frekari fjárstuðningi, sérstaklega vegna vinnu við stafræna gerð safneignar.

Framangreind atriði voru til umræðu á fundi safnstjóra höfuðsafna Norðurlandanna fimm á sviði náttúrufræða í Stokkhólmi í síðustu viku. 

Loftslagsbreytingar og hrun líffræðilegrar fjölbreytni eru stærstu hnattrænu áskoranir sem mannkyn glímir við í dag. Hér gegna náttúrufræðisöfn veigamiklu hlutverki varðandi rannsóknir, vöktun og miðlun á vísindalegum upplýsingum og þekkingu. Þá búa Norðurlöndin yfir svipuðum vist- og landfræðilegum eiginleikum, þ. á m. stórum óbyggðum landsvæðum, umfangsmiklum hafsvæðum, fjölda náttúruverndarsvæða og, síðast en ekki síst, einstaka líffræðilega fjölbreytni með mikið af einlendum tegundunum sem hvergi finnast annars staðar. Aukið samstarf Norðurlandanna á sviði líffræðilegrar fjölbreytni styrkir tvímælalaust grunninn fyrir vísindalega stefnumörkun og ákvörðunartöku hins opinbera á sviði nýtingar og verndunar náttúrunnar, brýnustu framtíðarmálefnum samfélaganna. 

Mikil gæði felast í safneign náttúrufræðisafnanna, sem búa yfir allt að 400 ára gömlum gögnum og gagnaröðum. Öll söfnin glíma hins vegar við svipaðar grundvallaráskoranir og áhyggjur. Ófullnægjandi geymslu- og varðveisluaðstæður, þröngur fjárhagur og takmörkuð nýliðun háir starfsemi safnanna og takmarkar þar með afnot samfélaganna á safneigninni og þeirri sérfræðiþekkingu sem starfsfólkið býr yfir. Þessi staða bitnar m.a. á stafrænni vinnslu safnmuna sem miðar of hægt áfram. Stafræn gerð safneignar er hins vegar þýðingarmikill þáttur í starfseminni, eykur aðgengi að safnkostinum og afnotum í rannsóknaskyni, hefur í för með sér minni þörf fyrir beinan aðgang og snertingu við muni og felur í sér öruggari og öðruvísi varðveislu en með hefðbundnum hætti. 

Samstarfsvettvangur safnstjóra höfuðsafna Norðurlandanna á sviði náttúrufræða leggur ríka áherslu á mikilvægi þess að hlúa að starfsemi og umgjörð safnanna þannig að samfélagið fái notið að fullu þeirra gagna og gæða sem söfnin búa yfir og nauðsynleg eru til að takast á við stærstu hnattrænu áskoranir sem mannkyn glímir við í dag – loftslagsbreytingar og hrun líffræðilegrar fjölbreytni.

Safnstjórar náttúrufræðisafnanna, frá vinstri til hægri: Brit Lisa Skjelkvale (Naturhistorisk Museum, Universitet i Oslo, Noregi), Paula Kankaanpaa (Finnish Museum of Natural History, University of Helsinki, Finnlandi), Lisa Månsson (Naturhistoriska riksmuseet, Svíþjóð), Hilmar J. Malmquist (Náttúruminjasafn Íslands) og Nina Rønsted (Statens Naturhistoriske Museum, Københavns Universitet, Danmörk).

Um fundinn:

Fundurinn var haldinn 23.−24. október 2024 í Stokkhólmi og skipulagður í tengslum við formennsku Svíþjóðar í Norrænu ráðherranefndinni og 76. þing Norðurlandaráðs sem haldið er í Reykjavík 28.−31. október 2024.

Á fundinum tóku þátt eftirtaldir safnstjórar (frá vinstri til hægri á mynd): Brit Lisa Skjelkvale (Naturhistorisk Museum, Universitet i Oslo, Noregi), Paula Kankaanpaa (Finnish Museum of Natural History, University of Helsinki, Finnlandi), Lisa Månsson (Naturhistoriska riksmuseet, Svíþjóð), Hilmar J. Malmquist (Náttúruminjasafn Íslands) og Nina Rønsted (Statens Naturhistoriske Museum, Københavns Universitet, Danmörk).

Hér er hlekkur á sameiginlega yfirlýsingu safnstjóranna fimm eftir fundinn

Nýtt verkefni CAP-SHARE

Nýtt verkefni CAP-SHARE

Nýtt verkefni CAP-SHARE

Verkefnið CAP-SHARE: Byggjum brýr á milli vísindafólks, stefnumótenda og samfélaga (á ensku CAP-SHARE: Building Bridges of Shared Capacity between Scientists, Policymakers, and Communities) hefur hlotið styrk frá Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (Interreg Northern Periphery and Arctic) sem nemur rúmum 120 milljónum króna. Um er að ræða þriggja ára verkefni sem byrjar haustið 2024 og endar haustið 2027. Markmið verkefnisins er að valdefla ungt fólk og styrkja tengsl vísindafólks og stefnumótenda í samfélögum á norðurslóðum þegar kemur að ákvarðanatöku varðandi verndun líffræðilegrar fjölbreytni og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Áhersla verður lögð á samvinnu við ungmenni og áðurnefndir hópar munu taka þátt í vinnustofum þar sem rödd allra fær að heyrast.

Þátttakendur í verkefninu eru Náttúruminjasafn Íslands, Selasetrið, Húnaklúbburinn og sveitarfélagið Húnaþing vestra ásamt samtökunum Arctic Frontiers í Noregi og Háskóla Lapplands í Finnlandi. Vinnan mun fara fram að hluta til í netheimum en einnig verða vinnustofur og ráðstefnur haldnar í hverju landi fyrir sig þar sem þrjú þemu munu liggja til grundvallar:

  • Byggja brýr á milli samfélaga, stefnumótenda og vísindafólks
  • Hvernig taka skuli tillit til sjónarhorna þvert á kynslóðir heimafólks
  • Fá ungt fólk til að taka þátt í og hafa áhrif á staðbundnar aðgerðir allt frá hugmyndum að stefnumótun

Verkefnið byggir að hluta til á eldra verkefni sem Jessica Aquino, dósent við ferðamáladeild Háskólans á Hólum, leiddi og nefndist Youth for Arctic Nature. Jessica mun einnig vinna við nýja verkefnið ásamt Cécile Chauvat en hún hefur verið ráðin til Náttúruminjasafnsins sem starfsmaður verkefnisins og verður með starfsstöð á Hvammstanga.

Ragnhildur Guðmundsdóttir skipuð staðgengill forstöðumanns Náttúruminjasafns Íslands

Ragnhildur Guðmundsdóttir skipuð staðgengill forstöðumanns Náttúruminjasafns Íslands

Ragnhildur Guðmundsdóttir skipuð sem staðgengill forstöðumanns Náttúruminjasafns Íslands

Menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað dr. Ragnhildi Guðmundsdóttur í starf forstöðumanns Náttúruminjasafns Íslands tímabundið. Ragnhildur hefur starfað við Náttúruminjasafnið síðan 2021 þar sem hún sinnir meðal annars fræðslu, en hún er með doktorspróf í líffræði frá Háskóla Íslands.

Ragnhildur tók við embættinu 21. maí og mun sinna því til 30. september á meðan Hilmar J. Malmquist, núverandi forstöðumaður er í rannsóknarleyfi.

Dr. Ragnhildur Guðmundsdóttir, staðgengill forstöðumanns Náttúruminjasafns Íslands