Hilmar J. Malmquist lætur af störfum

Hilmar J. Malmquist lætur af störfum

Hilmar J. Malmquist lætur af störfum

Þann 1. september 2025 lét Hilmar J. Malmquist af störfum sem forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Hann var skipaður forstöðumaður safnsins frá 1. september 2013 af þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra og hefur því farið fyrir safninu og starfsemi þess í tólf ár.

Hilmari eru færðar kærar þakkir fyrir elju sína og störf í þágu Náttúruminjasafnsins.

 

Ný tegund sæsnigils í Atlantshafi

Ný tegund sæsnigils í Atlantshafi

 Ný tegund sæsnigils í Atlantshafi

Í nýjustu grein Náttúrufræðingsins er sagt frá mjög athyglisverðum fyrsta fundi sæsnigilsins svartserks (Melanochlamys diomedea) í Atlantshafi. Snigillinn fannst fyrst við strendur Íslands í júní 2020.

 Sagt er frá ferlinu frá því að hann sást fyrst í fjöru við Ísland þar til staðfest tegundagreining fékkst. Þá er greint frá þekktri útbreiðslu og fjallað um mikilvægi þess að fylgst sé vel með nýrri framandi tegund og framvindu hennar.

Greinina má finna hér á vef Náttúrufræðingsins: Ný tegund sæsnigils í Atlantshafi

 

Nordic Biodiversity Framework

Nordic Biodiversity Framework

Nordic Biodiversity Framework

Lokaskýrsla verkefnisins Nordic Biodiversity Framework – Laying the foundation for Nordic synergy regarding the Global Biodiversity Framework var gefin út í byrjun júní 2025. Biodice leiddi verkefnið sem kannaði stöðu og aðferðir Íslands, Danmerkur og Finnlands til að innleiða Kunming-Montréal samkomulagið um líffræðilega fjölbreytni: Global Biodiversity Framework – GBF. Með því að bera saman rannsóknir og stefnur þvert á norrænu ríkin geta þjóðirnar lært hver af annarri.

Greinargerð í kjölfar vinnustofu Biodice um líffræðilega fjölbreytni var gefin út í maí 2025 en þessi vinnustofa, sem haldin var á Íslandi, var sú fyrsta af þremur í Nordic Biodiversity Framework verkefninu. Fulltrúar níu ráðuneyta, tíu ríkisstofnana og átta tengdra aðila tóku þátt. Fram kom að líffræðileg fjölbreytni fær takmarkaða athygli í stjórnsýslunni. Þátttakendur lögðu áherslu á mikilvægi samráðs, samstarfs og samþættingar líffræðilegrar fjölbreytni í stefnumótun, auk þess að þörf sé á að tryggja að loftslags- og skipulagsmál styðji við líffræðilega fjölbreytni. Kallað var m.a. eftir aukinni fræðslu, fjármögnun og stofnun fagráðs um líffræðilega fjölbreytni.

Tvær vinnustofur voru haldnar í viðbót, í Finnlandi og Danmörku, sem leiddu í ljós mismunandi áskoranir. Sameiginlegar áskoranir eru meðal annars samkeppni milli náttúruverndar og atvinnu-/öryggishagsmuna, takmarkaður skilningur á lykilhugtökum og ófullnægjandi stefnur og fjármögnun. Líffræðileg fjölbreytni hefur almennt ekki verið nægilega samþætt í íslensk lög og stefnur. Ekki er vitað hver staðan er varðandi innleiðingu markmiða GBF, en ljóst er að Ísland er langt frá því að ná þeim. Þrátt fyrir þetta eru jákvæð teikn á lofti og vaxandi vitund um málefnið, bæði hjá almenningi og stjórnvöldum.

Náttúrufræðingurinn mættur

Náttúrufræðingurinn mættur

Náttúrufræðingurinn mættur!   

Út er komið 3.– 4. hefti Náttúrufræðingsins, 94. árgangs. Í heftinu er m.a. yfirlitsgreinar um nýtt gosskeið á Reykjanesskaga, og uppeldissvæði laxfiska í Þingvallavatni og tengdum ám, þá er sagt frá  orkunotkun íbúðabygginga á Íslandi, kóral- og svampasvæðum við Ísland og Norrænu eldfjallastöðinni.

Heftið er 78 bls. Útgefendur eru Hið íslenska náttúrufræðifélag og Náttúruminjasafn Íslands. Ritstjóri er Margrét Rósa Jochumsdóttir ( margret@nmsi.is).

Náttúruminjasafn Ís­lands – klárum verk­efnið

Náttúruminjasafn Ís­lands – klárum verk­efnið

Stöndum saman – klárum verkefnið

„Það vantar aðeins herslumuninn til að ljúka við Náttúruhúsið í Nesi og opna þar sýningu í þágu almennings. Nú er lag vegna Alþingiskosninganna 30. nóvember næst komandi. Hvaða stjórnmálaflokkar ætla að gera hér bragarbót á og sýna í verki þann stuðning sem Náttúruminjasafn Íslands þarf á að halda?“

Náttúruminjasafn Ís­lands – klárum verk­efnið

Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, ritar grein á Vísi um stöðu safnsins, uppbyggingu nýrra höfuðstöðva og mikilvægi þess að þjóðin eignist loks fullbúið höfuðsafn á sviði náttúruvísinda sem sómi er að.

Náttúruhús í Nesi, Framtíðarhöfuðstöðvar Náttúruminjasafns Íslands.