84_3-4 forsidaÚt er komið 3.–4. hefti 84. árgangs Náttúrufræðingsins.

Ritið er að þessu sinni tileinkað Agnari Ingólfssyni prófessor við Háskóla Íslands og þar er m.a. að finna yfirlit um ævi og störf Agnars.

Tímaritið er 92 bls. að stærð og fjölbreytt að vanda. Greinarnar tengjast flestar rannsóknum á sviði vistfræði en Agnar Ingólfsson var brautryðjandi í vistfræðikennslu og -rannsóknum hér á landi uppúr 1970. Meðal höfunda eru Ingi Agnarsson, Bjarni Kristófer Kristjánsson ásamt Sigurði S. Snorrasyni, Camille Leblanc, David L.G. Noakes og Skúla Skúlasyni, Jón S. Ólafsson, Ingibjörg Svala Jónsdóttir, Snæbjörn Pálsson, Hrefna Sigurjónsdóttir, Ævar Petersen ásamt Sverri Thorstenssen og Böðvari Þórissyni og Karl Skírnisson ásamt Kirill V. Galaktionov.

Náttúrufræðingurinn er félagsrit Hins íslenska náttúrufræðifélags og tímarit Náttúruminjasafns Íslands. Ritstjóri Náttúrufræðingsins er Álfheiður Ingadóttir.