Náttúruminjasafn Íslands auglýsir í samstarfi við Vinnumálastofnun eftir 15 námsmönnum til að sinna fjölbreyttum verkefnum í sumar. Störfin tengjast rannsóknavinnu safnsins og gagnaskráningu. Nokkur starfanna eru úti á landi og sumum má sinna í gegnum netið hvar sem er á landinu svo fremi að gott netsamband sé fyrir hendi.

Námsmenn á háskólastigi með viðeigandi menntun eru hvattir til að sækja um. Umsóknir fara í gegnum vef Vinnumálastofnunar.

Hér er skrá yfir verkefnin og störfin á Náttúruminjasafni Íslands sem auglýst eru:

Steinasafn Björns Björgvinssonar – flokkun og skráning á Breiðdalsvík
– 2 jarðfræðinemar

Landafræði handrita – gagnasafn um ritunarstaði handrita, tengsl við staðhætti, náttúrufar og landafræði
– 2 nemar í íslenskum fræðum

Líffræðileg fjölbreytni náttúru á Íslandi – ný stafræn gagnagátt, heimildavinna
– 3 nemar í líffræði eða skyldum greinum

Úrvinnsla vatnalíffræðisýna – vistfræðilegur gagnagrunnur á landsvísu
– 2 nemar í líffræði eða skyldum greinum

Krumminn á skjánum – náttúrufræðilegur og menningarlegur fróðleikur um hrafninn
– 2 nemar, í hugvísindum og líffræði

Frágangur í skjala- og munageymslu Náttúruminjasafnsins – flokkun, röðun og skráning
– 2 nemar í bókasafns- og upplýsingafræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi

Stafræn vísindamiðlun til almennings
– 1 nemi í grafískri hönnun

Gagnaskráning og tilfallandi störf fyrir NMSÍ
– 1 nemi í bókasafns- og upplýsingafræði