Náttúruminjasafninu bárust alls 49 umsóknir um stöður tveggja safnkennara sem auglýstar voru við safnið í tengslum við sýninguna Vatnið í náttúru Íslands sem opnar 1. desember n.k. í Perlunni. Umsóknarfrestur rann út 15. nóvember s.l. en störfin voru auglýst á Starfatorgi og Tengslatorgi Háskóla Íslands 24. október s.l.

Þetta eru afar ánægjulegar undirtektir og bendir til mikils áhuga á safntengdri náttúrufræði og fræðslu á því sviði.

Vonast er til að ráðningar í stöðurnar liggi fyrir eigi síðar en 15. desember n.k.

Reiknað er með að safnkennararnir hefji stöf í byrjun janúar á næsta ári.