Náttúran minnir stöðugt á sig – blíð sem stríð. Bergið sem hljóp úr barmi Öskju út í Öskjuvatn síðla kvölds mánudaginn 21. júlí síðastliðinn telst til hamfara og er meðal stærstu berghlaupa hér á landi í seinni tíð.

Askja eftir aurskriðuna 22. júlí 2014. Mynd af vef RÚV/Jara Fatima.

Sitthvað hefur verið ritað um berghlaup og fleira af því tagi á Íslandi. Í Náttúrufræðingnum, sem nú er gefinn út af Hinu íslenska náttúrufræðifélagi og Náttúruminjasafni Íslands, er að finna nokkrar greinar þar sem fjallað er um þessi náttúrufyrirbrigði. Greinarnar má leita flestar uppi á vefslóðinni tímarit.is. Hér eru þær helstu upp taldar:

Berghlaup við Morsárjökul. Jón Viðar Sigurðsson. 2013. Náttúrufræðingurinn 83: 24-38.

Bergflóðið sem féll á Morsárjökul 20. mars 2007. Þorsteinn Sæmundsson, Ingvar A. Sigurðsson, Halldór G. Pétursson, Helgi Páll Jónsson, Armelle Decaulne, Matthew J. Roberts og Esther Hlíðar Jensen. 2011. Náttúrufræðingurinn 81: 131–141.

Flóðbylgjur (tsunami) af völdum berghlaupa og skriðna – Eru þær algengar á Íslandi. Árni Hjartarson. 2006.Náttúrufræðingurinn 74: 11–15.

Myndaði berghlaup vatnsdalshóla? Höskuldur Búi Jónsson, Hreggviður Norðdahl og Halldór G. Pétursson. 2004. Náttúrufræðingurinn 72: 129–138.

Vatnsdalshólar. Ágúst Guðmundsson. 1997. Náttúrufræðingurinn 67: 53–62.

Loðmundarskriður. Árni Hjartarson. 1997. Náttúrufræðingurinn 67: 97–103.

Möðrufellshraun, berghlaup eða jökulruðningur? Oddur Sigurðsson. 1990. Náttúrufræðingurinn 60: 107–112.

„Þá hljóp ofan fjallið allt“. Framhlaup í Skriðdal á landnámsöld. Árni Hjartarson. 1990. Náttúrufræðingurinn 60: 81-91.

Skalf þá og nötraði bærinn. Haukur Jóhannesson. 1984. Náttúrufræðingurinn 53: 1-4.

Steinsholtshlaupið 15. janúar 1967. Guðmundur Kjartansson. 1968. Náttúrufræðingurinn 37: 120-169.

Loðmundarskriður. Tómas Tryggvason. 1955. Náttúrufræðingurinn 25: 187–193.

Séð frá þjóðvegi III. Þar sem háir hólar…. Sigurður Þórarinsson. 1954. Náttúrfræðingurinn 24: 7–15.

Hvernig eru Vatnsdalshólar til orðnir? Jakob H. Líndal. 1936. Náttúrufræðingurinn: 65–75.