Goddur með leiðsögn í Safnahúsinu
Sunnudaginn 26. nóvember klukkan 14 mun Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur) prófessor við Listaháskóla Íslands ganga með gestum um sýninguna Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim í Safnahúsinu við Hverfisgötu.
Leiðsögn Godds er á vegum Náttúruminjasafns Íslands og hann mun spá jafnt í hinn sjónræna þátt náttúrunnar í menningunni og huga að framlagi listageirans til náttúrufræðinnar.
Sýningin Sjónarhorn er grunnsýning á íslenskri list og sjónrænum menningararfi, og var opnuð í Safnahúsinu 18. apríl 2015.
Þetta er fyrsta sýningin sem Náttúruminjasafn Íslands tekur þátt í frá stofnun 2007 en auk Náttúruminjasafnsins standa fimm aðrar menningarstofnanir að sýningunni: Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Íslands, Þjóðskjalasafn, Landsbókasafn – Háskólabókasafn og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Grunnsýningin stendur yfir í fimm ár – til ársins 2020.
Leiðsögnin á sunnudaginn er ókeypis. Verið öll velkomin!
Hér má sjá umfjöllun um sýninguna á vef Náttúruminjasafnsins.