Út er komið 1.-2. hefti 86. árgangs Náttúrufræðingsins, félagsrits Hins íslenska náttúrufræðifélags og tímarit Náttúruminjasafns Íslands. Í heftinu, sem er 72 bls., eru að venju spennandi greinar um náttúru landsins og fjölbreyttar rannsóknir á hinum ýmsu þáttum hennar.
Forsíðugreinin er að þessu sinni um rannsókn sem gerð var í Stykkishólmi á ólíkum aðferðum til að hefta útbreiðslu lúpínu. Greinin nefnist Áhrif sláttar og eitrunar á lúpínubreiður og gróðurfar, en eitrun og árlegum slætti var beitt á lúpínubreiður í tilraunareitum á fimm ára tímabili, 2011–2015. Höfundar eru Kristín Svavarsdóttir, Menja von Schmalensee, Ása L. Aradóttir, Anne Bau og Róbert A. Stefánsson.
Ólafs Arnalds ritar leiðara sem hann nefnir: Sauðfjárbeit og íslensk vistkerfi: Afneitun vanda. Telur Ólafur að nýgerður samningur um sauðfjárrækt sýni glögglega að sjónarmið náttúruverndar séu gerð hornreka í stjórnsýslunni þegar kemur að beitarnýtingu á Íslandi.
Aðrir höfundar greina eru: Lilja Karlsdóttir, Margrét Hallsdóttir, Ægir Þór Þórsson, Kesera Anamthawat-Jónsson, Ævar Petersen, Lars Hedenas, Kristín Jónsdóttir, Skarphéðinn G. Þórisson, Haraldur R. Ingvason, Finnur Ingimarsson og Stefán Már Stefánsson, Haraldur Ólafsson og Jónína Sigríður Þorláksdóttir.
Ritstjóri Náttúrufræðingsins er Álfheiður Ingadóttir.
Hér má sjá efnisyfirlit heftisins.