Hinn 1. apríl 2016 birtist eftirfarandi ekkifrétt á vef Náttúruminjasafnsins:

Í dag kl. 15 koma fulltrúar Þingvallaþjóðgarðs færandi hendi til Náttúruminjasafnsins. Þeir munu þá afhenda safninu brot úr norðurljósum sem féllu til jarðar í þjóðgarðinum. Brotið er það eina sem vitað er um á landinu og ljóst að hér er stórmerkilegur fundur á ferð, náttúrugripur sem kallar á að strax verði reist nýtt hús yfir Náttúruminjasafnið enda munu ferðamenn og landsmenn sjálfir væntanlega flykkjast til að skoða gripinn.

Landverðir fanga brotið úr norðurljósunum á Hakinu á Þingvöllum.

Landverðir fanga brotið úr norðurljósunum á Hakinu á Þingvöllum.

Áhugasamir eru velkomnir að vera viðstaddir afhendinguna kl. 15 í dag á bílastæðinu aftan við skrifstofur safnsins að Brynjólfsgötu 5. Athugið að Suðurgatan er lokuð fyrir umferð við Brynjólfsgötu og gott að aka aftan við Háskólabíó.

Meira um fundinn: Heimasíða Þjóðgarðsins á Þingvöllum.