Þessi heimasíða Náttúruminjasafns Íslands sem blasir við augum lesandans er ný af nálinni. Nýr hýsingaraðili heimasíðu stofnunarinnar er Reiknistofnun Háskóla Íslands og bætist sú vefumsjón við kerfisstjórn og aðra tölvuumsjón sem Reiknistofnun hefur veitt Náttúruminjasafninu um árabil.

Heimasíðan verður með tiltölulega einföldu sniði til að byrja með, en henni er ætlað að vaxa og dafna með tíð og tíma eftir því sem efni og aðstæður leyfa.