Út er komið 1.–2. hefti Náttúrufræðingsins, 85. árgangs. Í heftinu, sem er 92 bls., eru tíu fræðandi greinar um náttúru landsins og fjölbreyttar rannsóknir á hinum ýmsu þáttum hennar.
Forsíðugreinin fjallar um framandi sjávarlífverur við Ísland sem margar hverjar teljast ágengar tegundir í nágrannalöndum og spurning hver þróunin verður við Ísland, m.a. hvað varðar flundru, sem fyrst fannst hér 1999 og grjótkrabba sem fyrst varð vart í Hvalfirði 2006. Höfundar eru Karl Gunnarsson, Guðrún G. Þórarinsdóttir og Óskar Sindri Gíslason.
Skúli Skúlason ritar leiðara um Verðmæti hálendisins en aðrir höfundar greina eru: Árni Kristmundsson og Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir; Agnes-Katharina Kreiling, Matthías Alfreðsson og Erling Ólafsson; Stefán Óli Steingrímsson, Tyler Douglas Tunney og Guðmundur Smári Gunnarsson; Halldór Þormar; Guðrún Nína Petersen og Einar Sveinbjörnsson; Árni Hjartarson; Þór Jakobsson; Þorleifur Eiríksson, Böðvar Þórisson og Guðmundur Víðir Helgason.
Náttúrufræðingurinn er félagsrit Hins íslenska náttúrufræðifélags og tímarit Náttúruminjasafns Íslands. Ritstjóri Náttúrufræðingsins er Álfheiður Ingadóttir.