forsida_Nfr_85_1-2_bigÚt er komið 1.–2. hefti Náttúrufræðingsins, 85. árgangs. Í heftinu, sem er 92 bls., eru tíu fræðandi greinar um náttúru landsins og fjölbreyttar rannsóknir á hinum ýmsu þáttum hennar.

Forsíðugreinin fjallar um framandi sjávarlífverur við Ísland sem margar hverjar teljast ágengar tegundir í nágrannalöndum og spurning hver þróunin verður við Ísland, m.a. hvað varðar flundru, sem fyrst fannst hér 1999 og grjótkrabba sem fyrst varð vart í Hvalfirði 2006. Höfundar eru Karl Gunnarsson, Guðrún G. Þórarinsdóttir og Óskar Sindri Gíslason.

Skúli Skúlason ritar leiðara um Verðmæti hálendisins en aðrir höfundar greina eru: Árni Kristmundsson og Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir; Agnes-Katharina Kreiling, Matthías Alfreðsson og Erling Ólafsson; Stefán Óli Steingrímsson, Tyler Douglas Tunney og Guðmundur Smári Gunnarsson; Halldór Þormar; Guðrún Nína Petersen og Einar Sveinbjörnsson; Árni Hjartarson; Þór Jakobsson; Þorleifur Eiríksson, Böðvar Þórisson og Guðmundur Víðir Helgason.

Náttúrufræðingurinn er félagsrit Hins íslenska náttúrufræðifélags og tímarit Náttúruminjasafns Íslands. Ritstjóri Náttúrufræðingsins er Álfheiður Ingadóttir.

Hér má fá ítarlegri upplýsingar um efni heftisins.