Út er komið 3.– 4. hefti Náttúrufræðingsins, 93. árgangs. Í heftinu er m.a. grein um Mývatnsendur, sagt frá Harald Krabbe frumkvöðli snýkjudýrarannsókna á Íslandi, Gísli Pálsson skrifar um Neanderdalsfólkið í greininni „Er einhver Neanderdalsmaður hér inni?“, framhald er af grein Ævars Petersen um Ánastaðahvalina þar sem kynntar eru niðurstöður á greiningu hvalategundanna með nýrri tækni, yfirgripsmikil grein er um frerafjöll og hörfandi sífreri á Íslandi eftir Ágúst Guðmundsson, niðurstöður talninga á hettumávum í Eyjafirði árið 2020 eru kynntar og áhugaverðar niðurstöður um forathugun á alkóhóli í ylli- og reyniberjum á Íslandi.

Forsíðuna prýðir mynd af hávellu sem tekin var af Daníel Bergmann.

Nýtt vefsetur Náttúrufræðingsins hefur nú litið dagsins ljós og þar er hægt að skoða allt efni nýjasta heftisins (á forsíðu) sem og efni fyrri árganga. 

natturufraedingurinn.is

Útgefendur eru Hið íslenska náttúrufræðifélag og Náttúruminjasafn Íslands. Ritstjóri er Margrét Rósa Jochumsdóttir, margret@nmsi.is