Út er komið 1.– 2. hefti Náttúrufræðingsins, 93. árgangs. Í heftinu er m.a. sagt frá landnámi plantna og framvindu í Surtsey síðustu 60 árin, sögu veggjalúsarinnar á Íslandi, bókinni Hvenær kemur sá stóri? Að spá fyrir um jarðskjálfta eftir Ragnar Stefánsson og nýjum rannsóknarniðurstöðum um íslenska melrakkann.

Í blaðinu er einnig ljósmynda- og ljóðasería um Surtsey en í henni eru m.a. myndir frá upphafi Surtseyjargossins eftir Sigurð Þórarinsson og Ævar Jóhannesson.

Forsíðuna prýðir mynd af Surtsey sem tekin var af Sigurði Þórarinssyni í lok nóvember 1963.

Nýtt vefsetur Náttúrufræðingsins hefur nú litið dagsins ljós og þar er hægt að skoða allt efni nýjasta heftisins (á forsíðu) sem og efni fyrri árganga. 

natturufraedingurinn.is

Heftið er 86 bls. Útgefendur eru Hið íslenska náttúrufræðifélag og Náttúruminjasafn Íslands. Ritstjóri er Margrét Rósa Jochumsdóttir, margret@nmsi.is